Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 „Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Kynbundið ofbeldi Skóla- og menntamál Jafnréttismál Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar