Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar 7. febrúar 2025 07:32 Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun