Tímamót

Fréttamynd

Sækir um skilnað frá Schneider

Sjónvarpsframleiðandinn Patricia Maya Azarcoya Schneider hefur sótt um skilnað frá leikaranum Rob Schneider eftir fimmtán ára hjónaband. Það er þriðja hjónaband leikarans sem fer í vaskinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ég er ó­léttur“

Kærustuparið Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sló í gegn í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón á Sýn.

Lífið
Fréttamynd

Palli og Edgar fagna sambandsafmæli

Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita hafa verið saman í þrjú ár í dag. Söngvarinn lætur þess getið á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir ljóð til síns heittelskaða.

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á öðru barni

Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað barn saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór

Ein glæsilegasta kona landsins og þótt víðar væri leitað, Ragnheiður Theódórsdóttir, hefur fundið ástina. Sá heppni heitir Davíð Þór Elvarsson og Ragga, eins og hún er gjarnan kölluð, sendi honum fallega kveðju á Instagram í tilefni bóndadagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum

Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Vance á von á barni

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. 

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­menni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sól­rúnu Diego að sjá

Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta Heilsu­húsinu brátt lokað

Heilsuhúsinu í Kringlunni verður lokað þann 1. febrúar næstkomandi. Það er í eigu Lyfju en framkvæmdastjóri segir ástæðuna fyrir lokuninni vera erfið rekstrarskilyrði. Vörumerkið muni lifa áfram á netinu, vörur seldar á samnefndri vefsíðu Heilsuhússins og þær jafnframt áfram seldar í apótekum Lyfju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sonurinn kominn með nafn

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og dansarinn Birta Ásmundsdóttir hafa gefið syni sínum, sem fæddist 29. desember síðastliðinn, nafn.

Lífið
Fréttamynd

Allt að 450 þúsund bíó­gestir á einu ári

Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Hildur hlýtur Ís­lensku bjartsýnisverðlaunin

Hildur Knútsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé.

Innlent
Fréttamynd

Víkingar fengu son í jóla­gjöf

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Víkinga, eignuðust son þann 20. desember 2025. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís Elva bað poppstjörnunnar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina.

Lífið
Fréttamynd

Giftu sig á gaml­árs­dag

Landsliðsmaðurinn og handboltamaður ársins 2025, Gísli Þorgeir Kristjánsson, gerði síðasta dag ársins 2025 einstaklega eftirminnilegan.

Handbolti
Fréttamynd

Hefði þurft hjól­börur undir öll verð­launin sín

Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði.

Innlent
Fréttamynd

Brúð­kaup ársins 2025

Árið 2025 var stútfullt af ást og gleði og ófá nýgift hjón ræddu við Vísi um stærsta dag í þeirra lífi. Hér má sjá hvaða einlægu, fallegu og glæsilegu brúðkaup stóðu upp úr frá árinu. 

Lífið
Fréttamynd

Frægir fundu ástina 2025

Ástin spyr ekki um aldur, ástin spyr ekki um störf og hún skýtur stundum upp kollinum þegar maður á síst von á því. Fjöldi fólks fann ástina á árinu sem er að líða og rötuðu samböndin nýju stundum í fréttirnar.

Lífið
Fréttamynd

Pete orðinn pabbi

Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Elsie Hewitt eru orðin foreldrar eftir að dóttir þeirra, Scottie Rose Hewitt Davidson, kom í heiminn 12. desember síðastliðinn.

Lífið