Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar 21. janúar 2025 08:31 Í ljósi greinar sem fjallaði um skrif okkar „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ finnst okkur mikilvægt að koma neðangreindum punktum á framfæri. Við ætlum okkur ekki að fara munnhöggvast á opinberum vettvangi með því að kasta tilvísunum í rannsóknir á víxl eða taka þátt í ómálefnalegum skotgrafahernaði. Vonandi getum við átt uppbyggileg samtöl á öðrum vettvangi. Við viljum miðla gagnreyndum upplýsingum um lífsstíl, mataræði og heilsufar sem getur gagnast þjóðinni á vegferð til heilbrigðara lífs. Virðing fyrir ólíkum skoðunum Við viljum leggja áherslu á að við berum fulla virðingu fyrir fjölbreyttum hópi fagfólks sem aðstoðar fólk varðandi heilsu þ.m.t. fyrir starfi næringarfræðinga og eins ólíkum lífsskoðunum sem varða mataræði, þar á meðal vegan-lífsháttum. Við höfum séð á umræðunni að einhverjir úr þessum hópum virðast hafa tekið okkar skrifum sem einhverskonar árás á sig. Okkar skrif voru ekki sett fram með því markmiði, heldur ábending um vankanta á þeirri stefnumótun sem hefur þróast á alþjóðavísu síðustu áratugi og hvernig fleiri þættir en heilsufar almennings (t.d. pólitík) virðast hafa haft áhrif á þá þróun. Stefnumótun og rannsóknir hafa áhrif um allan heim. Samnorrænu ráðleggingarnar um mataræði eru að okkar mati betri en víða annarsstaðar og að mestu leyti góðar eins og þær eru í dag. Vert er að benda á að ráðleggingarnar hafa tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Við vorum ekki að gagnrýna þessar leiðbeiningar í heild sinni eins og þær eru í dag þó við höfum verið að benda á að við teljum svona mikla áherslu á að draga úr neyslu á góðri, náttúrulegri, mettaðri fitu beina sjónum frá því sem er stærsta vandamálið, allt of mikil neysla á sykri og gjörunnum matvælum. Okkur þykir leitt ef einhverjir hafa tekið okkar skrifum sem almennri gagnrýni á opinberar ráðleggingar Embættis landlæknis í heild sinni. Það sem lýtur að óhóflegri neyslu á sykri og gjörunnum matvælum erum við greinilega alveg sammála um. Skýring á afstöðu okkar Okkar skrif hafa hvergi mælt með ofneyslu á mettaðri fitu eða einhliða mataræði sem byggist eingöngu á kjöti eða dýraafurðum. Enn síður hvetjum við til neyslu mettaðrar fitu sem finnst í óhollum matvörum á borð við mikið unnin matvæli og skyndibita. Þvert á móti vildum við benda á þá hættu sem skapast þegar of mikil áhersla er lögð á að forðast náttúrulega mettaða fitu og hverju það hefur valdið í sögulegu samhengi. Slíkt getur gert neytendur hrædda við holl og næringarþétt matvæli og leitt til þess að þeir velji frekar óhollari valkosti svo sem sykurrík, kolvetnarík og mikið unnin matvæli. Það virðist því sem okkur hafi verið lögð orð í munn eða gert ráð fyrir að við mælum með eða vinnum eftir ákveðinni afmarkaðri hugmyndafræði. Svo er ekki. Aðaláhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma og annara langvinnra lífstílssjúkdóma eru insúlínviðnám, efnaskiptavilla og sykursýki af tegund 2. Ekki má gleyma tóbaksreykingum, óhóflegri áfengisneyslu, streitu og hreyfingarleysi. Of mikil áhersla á mettaða fitu í heild sinni getur því dregið athyglina frá þessum raunverulegu hættum. Kall eftir faglegri umræðu Við teljum það miður að umræðan hafi færst yfir í persónulegar árásir og að hjólað hafi verið í einstaklinga úr okkar hópi með aðdróttunum. Við viljum benda á að við erum sem hópur á engan hátt að selja afmarkaða hugmyndafræði eða hagnast efnahagslega á okkar skrifum. Enn síður var síðasta grein hugsuð sem einhverskonar auglýsing eins og hefur verið gefið í skyn. Mörg okkar eru ríkisstarfsmenn og við störfum á ólíkum sviðum læknisfræðinnar. Einnig finnst okkur ódýrt að láta líta út eins og við aðhyllumst samsæriskenningar þegar við vitnum í sögulegar og vel skráðar staðreyndir. Það má nefna að fleiri hafa bent á hvernig iðnaðurinn og hagsmunaaðilar hafa haft áhrif á vísindin (t.d. varðandi styrkina frá sykuriðnaðinum) eins og t.d. Laufey Steingrímsdóttur, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sem hefur um áratuga skeið verið einn helsti næringar- og matvælafræðingur þjóðarinnar, fjallar um í þessari annars ágætu grein. Tölulegar staðreyndir Ísland stendur frammi fyrir alvarlegum heilsufarsvanda. Örfá dæmi: 70% fullorðinna á Íslandi eru yfir kjörþyngd. 30% barna þjóðarinnar eru yfir kjörþyngd. Íslendingar fá um 50% heildarorkunnar úr gjörunnum matvælum, yngra fólk enn meira (landskönnun á mataræði Íslendinga) Ævilengd hefur vissulega aukist lungann úr síðustu öld og náði 82.8 árum á Íslandi 2019. Æviárum við góða heilsu hefur hins vegar fækkað undanfarin ár og eru nú um 67 ár. Þetta er að mestu vegna langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma. Álag á heilbrigðiskerfið í dag tengist að miklu leyti sykursýki af tegund 2, efnaskiptavillu og öðrum langvinnum lífsstílssjúkdómum (ósmitbærir sjúkdómar) sem mynda um 80% allra heilbrigðisútgjalda. Heildarútgjöld til heilbrigðismála á Íslandi voru 400 milljarðar árið 2024 Fjölbreytt og náttúrulegt mataræði Við mælum með fjölbreyttu, næringarþéttu og náttúrulegu (sem minnst unnu) mataræði. Munum við fjalla meira um það síðar. Slíkt mataræði getur haft mismunandi útfærslur eftir þörfum hvers einstaklings. Opinberar ráðleggingar Embættis Landlæknis eru góðar fyrir heilbrigða einstaklinga og þjóna þeim tilgangi að vera leiðbeiningar fyrir alla í samfélaginu sem beinagrind að góðri næringu. Við skiljum mæta vel hver tilgangur þessara leiðbeininga er en við leggjum áherslu á að þær þurfa stöðugt að taka breytingum í takt við nýja þekkingu og rannsóknir og eru ekki hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Eins viljum við benda á að ef fólk er með sykursýki tegund 2, efnaskiptavillu eða aðra sjúkdóma er mikilvægt að sníða mataræðið að þörfum, óskum og markmiðum hvers og eins, sem hluta meðferðar. Lokaorð Við köllum eftir faglegri og opinni umræðu um næringu og þykir miður að umræðan hafi verið færð yfir í persónulegar árásir sem gera einstaka höfunda tortryggilega. Jafnvel var ýjað að því að fjárhagslegir eða annarlegir hvatar lægju að baki. Öll eigum við það sameiginlegt að brenna fyrir aukinni lýðheilsu, bættu matvælaumhverfi og miðlun gagnlegra upplýsinga til almennings til að bera ábyrgð á eigin heilsu, svo þau þurfi sjaldnar að leita læknis. Fjöldi rannsókna og gagna bendir til þess að mataræðisráðleggingar síðustu áratuga hafi ekki fyllilega þjónað tilgangi sínum en við fögnum þeim jákvæðu breytingum sem orðið hafa. Við óskum þess að framhald umræðunnar byggist á gagnrýnum, faglegum og uppbyggilegum grunni. Að lokum viljum við benda á að Félag lífsstílslækninga á Íslandi er með málþing á Læknadögum sem nú standa yfir og svo er málþing í boði Fræðslustofnunar LÍ opið almenningi á miðvikudagskvöldið 22. janúar kl 20 í Hörpu. Að dagskránni standa Félag Lífstílslækna og Lýðheilsuráð Læknafélag Íslands. Málþingið nefnist “Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting til framtíðar”. Þar gefst fólki tækifæri á að heyra frekari umræður um mikilvægi lífstíls og næringar. Hver erum við og hvað vitum við um málið? Við erum hópur lækna með áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum. Við fögnum þeirri umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu og viljum gera enn betur í þeim efnum. Kristján Þór Gunnarsson Guðmundur Fr Jóhannsson Ari Axelsson Erla Gerður Sveinsdóttir Kjartan Hrafn Loftsson Kristín Sigurðardóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Tekla Hrund Karlsdóttir Una Emilsdóttir Viðar Magnússon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar sem fjallaði um skrif okkar „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ finnst okkur mikilvægt að koma neðangreindum punktum á framfæri. Við ætlum okkur ekki að fara munnhöggvast á opinberum vettvangi með því að kasta tilvísunum í rannsóknir á víxl eða taka þátt í ómálefnalegum skotgrafahernaði. Vonandi getum við átt uppbyggileg samtöl á öðrum vettvangi. Við viljum miðla gagnreyndum upplýsingum um lífsstíl, mataræði og heilsufar sem getur gagnast þjóðinni á vegferð til heilbrigðara lífs. Virðing fyrir ólíkum skoðunum Við viljum leggja áherslu á að við berum fulla virðingu fyrir fjölbreyttum hópi fagfólks sem aðstoðar fólk varðandi heilsu þ.m.t. fyrir starfi næringarfræðinga og eins ólíkum lífsskoðunum sem varða mataræði, þar á meðal vegan-lífsháttum. Við höfum séð á umræðunni að einhverjir úr þessum hópum virðast hafa tekið okkar skrifum sem einhverskonar árás á sig. Okkar skrif voru ekki sett fram með því markmiði, heldur ábending um vankanta á þeirri stefnumótun sem hefur þróast á alþjóðavísu síðustu áratugi og hvernig fleiri þættir en heilsufar almennings (t.d. pólitík) virðast hafa haft áhrif á þá þróun. Stefnumótun og rannsóknir hafa áhrif um allan heim. Samnorrænu ráðleggingarnar um mataræði eru að okkar mati betri en víða annarsstaðar og að mestu leyti góðar eins og þær eru í dag. Vert er að benda á að ráðleggingarnar hafa tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Við vorum ekki að gagnrýna þessar leiðbeiningar í heild sinni eins og þær eru í dag þó við höfum verið að benda á að við teljum svona mikla áherslu á að draga úr neyslu á góðri, náttúrulegri, mettaðri fitu beina sjónum frá því sem er stærsta vandamálið, allt of mikil neysla á sykri og gjörunnum matvælum. Okkur þykir leitt ef einhverjir hafa tekið okkar skrifum sem almennri gagnrýni á opinberar ráðleggingar Embættis landlæknis í heild sinni. Það sem lýtur að óhóflegri neyslu á sykri og gjörunnum matvælum erum við greinilega alveg sammála um. Skýring á afstöðu okkar Okkar skrif hafa hvergi mælt með ofneyslu á mettaðri fitu eða einhliða mataræði sem byggist eingöngu á kjöti eða dýraafurðum. Enn síður hvetjum við til neyslu mettaðrar fitu sem finnst í óhollum matvörum á borð við mikið unnin matvæli og skyndibita. Þvert á móti vildum við benda á þá hættu sem skapast þegar of mikil áhersla er lögð á að forðast náttúrulega mettaða fitu og hverju það hefur valdið í sögulegu samhengi. Slíkt getur gert neytendur hrædda við holl og næringarþétt matvæli og leitt til þess að þeir velji frekar óhollari valkosti svo sem sykurrík, kolvetnarík og mikið unnin matvæli. Það virðist því sem okkur hafi verið lögð orð í munn eða gert ráð fyrir að við mælum með eða vinnum eftir ákveðinni afmarkaðri hugmyndafræði. Svo er ekki. Aðaláhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma og annara langvinnra lífstílssjúkdóma eru insúlínviðnám, efnaskiptavilla og sykursýki af tegund 2. Ekki má gleyma tóbaksreykingum, óhóflegri áfengisneyslu, streitu og hreyfingarleysi. Of mikil áhersla á mettaða fitu í heild sinni getur því dregið athyglina frá þessum raunverulegu hættum. Kall eftir faglegri umræðu Við teljum það miður að umræðan hafi færst yfir í persónulegar árásir og að hjólað hafi verið í einstaklinga úr okkar hópi með aðdróttunum. Við viljum benda á að við erum sem hópur á engan hátt að selja afmarkaða hugmyndafræði eða hagnast efnahagslega á okkar skrifum. Enn síður var síðasta grein hugsuð sem einhverskonar auglýsing eins og hefur verið gefið í skyn. Mörg okkar eru ríkisstarfsmenn og við störfum á ólíkum sviðum læknisfræðinnar. Einnig finnst okkur ódýrt að láta líta út eins og við aðhyllumst samsæriskenningar þegar við vitnum í sögulegar og vel skráðar staðreyndir. Það má nefna að fleiri hafa bent á hvernig iðnaðurinn og hagsmunaaðilar hafa haft áhrif á vísindin (t.d. varðandi styrkina frá sykuriðnaðinum) eins og t.d. Laufey Steingrímsdóttur, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sem hefur um áratuga skeið verið einn helsti næringar- og matvælafræðingur þjóðarinnar, fjallar um í þessari annars ágætu grein. Tölulegar staðreyndir Ísland stendur frammi fyrir alvarlegum heilsufarsvanda. Örfá dæmi: 70% fullorðinna á Íslandi eru yfir kjörþyngd. 30% barna þjóðarinnar eru yfir kjörþyngd. Íslendingar fá um 50% heildarorkunnar úr gjörunnum matvælum, yngra fólk enn meira (landskönnun á mataræði Íslendinga) Ævilengd hefur vissulega aukist lungann úr síðustu öld og náði 82.8 árum á Íslandi 2019. Æviárum við góða heilsu hefur hins vegar fækkað undanfarin ár og eru nú um 67 ár. Þetta er að mestu vegna langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma. Álag á heilbrigðiskerfið í dag tengist að miklu leyti sykursýki af tegund 2, efnaskiptavillu og öðrum langvinnum lífsstílssjúkdómum (ósmitbærir sjúkdómar) sem mynda um 80% allra heilbrigðisútgjalda. Heildarútgjöld til heilbrigðismála á Íslandi voru 400 milljarðar árið 2024 Fjölbreytt og náttúrulegt mataræði Við mælum með fjölbreyttu, næringarþéttu og náttúrulegu (sem minnst unnu) mataræði. Munum við fjalla meira um það síðar. Slíkt mataræði getur haft mismunandi útfærslur eftir þörfum hvers einstaklings. Opinberar ráðleggingar Embættis Landlæknis eru góðar fyrir heilbrigða einstaklinga og þjóna þeim tilgangi að vera leiðbeiningar fyrir alla í samfélaginu sem beinagrind að góðri næringu. Við skiljum mæta vel hver tilgangur þessara leiðbeininga er en við leggjum áherslu á að þær þurfa stöðugt að taka breytingum í takt við nýja þekkingu og rannsóknir og eru ekki hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Eins viljum við benda á að ef fólk er með sykursýki tegund 2, efnaskiptavillu eða aðra sjúkdóma er mikilvægt að sníða mataræðið að þörfum, óskum og markmiðum hvers og eins, sem hluta meðferðar. Lokaorð Við köllum eftir faglegri og opinni umræðu um næringu og þykir miður að umræðan hafi verið færð yfir í persónulegar árásir sem gera einstaka höfunda tortryggilega. Jafnvel var ýjað að því að fjárhagslegir eða annarlegir hvatar lægju að baki. Öll eigum við það sameiginlegt að brenna fyrir aukinni lýðheilsu, bættu matvælaumhverfi og miðlun gagnlegra upplýsinga til almennings til að bera ábyrgð á eigin heilsu, svo þau þurfi sjaldnar að leita læknis. Fjöldi rannsókna og gagna bendir til þess að mataræðisráðleggingar síðustu áratuga hafi ekki fyllilega þjónað tilgangi sínum en við fögnum þeim jákvæðu breytingum sem orðið hafa. Við óskum þess að framhald umræðunnar byggist á gagnrýnum, faglegum og uppbyggilegum grunni. Að lokum viljum við benda á að Félag lífsstílslækninga á Íslandi er með málþing á Læknadögum sem nú standa yfir og svo er málþing í boði Fræðslustofnunar LÍ opið almenningi á miðvikudagskvöldið 22. janúar kl 20 í Hörpu. Að dagskránni standa Félag Lífstílslækna og Lýðheilsuráð Læknafélag Íslands. Málþingið nefnist “Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting til framtíðar”. Þar gefst fólki tækifæri á að heyra frekari umræður um mikilvægi lífstíls og næringar. Hver erum við og hvað vitum við um málið? Við erum hópur lækna með áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum. Við fögnum þeirri umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu og viljum gera enn betur í þeim efnum. Kristján Þór Gunnarsson Guðmundur Fr Jóhannsson Ari Axelsson Erla Gerður Sveinsdóttir Kjartan Hrafn Loftsson Kristín Sigurðardóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Tekla Hrund Karlsdóttir Una Emilsdóttir Viðar Magnússon
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun