Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar