Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun