Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar 20. desember 2024 12:00 Nýlega fór í loftið hlaðvarp þar sem Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum ræddi um hlutverk kólesteróls í tilurð hjarta-og æðasjúkdóma. Skemmst er frá því að segja að hlaðvarpið vakti mikla athygli bæði í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið kom upp nokkur gagnrýni þar sem bent er á að verið sé að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu sem og kólesteról. Það er ágætt að rifja upp orðið “upplýsingaóreiða” en hugtakið felur í sér misupplýsingar, rangupplýsingar og meinupplýsingar þar sem röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt, hvort ætlunin sé sú eða ekki. En ef við skoðum það sem Axel hafði að segja, var raunverulega um svokallaða upplýsingaóreiðu að ræða? Megininntakið var það að fituflutningskerfi líkamans er gríðarlega flókið fyrirbæri þar sem margir þættir spila saman og þegar upp er staðið skiptir meira máli að tileinka sér hreint mataræði til að viðhalda heilbrigði, frekar en að einblína sérstaklega á að lækka LDL kólesteról, sem til mikillar einföldunar hefur verið nefnt “slæma kólesterólið”. Skoðum þessa punkta aðeins nánar. Einn stór annmarki á rannsóknum er tengjast næringu og næringarinntöku er að það er gríðarlega erfitt að framkvæma þær á þann hátt að hægt sé að segja til með algjörri vissu um hvort ákveðnir hlutir valdi skaða eða séu hjálplegir. Gjarnan er um að ræða faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem spurningalistar eru notaðir til að fá einstaklinga til að áætla inntöku vissra næringarefna og matvæla yfir langt tímabil og gefur að skilja að slíkar rannsóknaraðferðir geta haft í för með sér töluvert mikla skekkju. Sumar rannsóknir sýna t.a.m. allt að 25% skekkju þegar inntaka fólks er skoðuð til móts við það hvað einstaklingar telja sig borða undir stýrðum aðstæðum, sbr. https://doi.org/10.1017/S0007114514000154. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að faraldsfræðilegar rannsóknir geta aldrei sagt til um orsakasamband heldur eingöngu gefið til kynna fylgni á milli breyta sem þar eru skoðaðar. Það kemur því ekki á óvart að hægt sé að finna faraldsfræðilegar rannsóknir og meta-greiningar sem sýna bæði fram á fylgni milli neyslu mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma líkt og komið hefur fram í umfjöllun næringar- og lýðheilsufræðinga en einnig aðrar sem sýna ekki fram á slík tengsl. Ekki þarf að leita langt til að finna þrjár stórar rannsóknir birtar í The American Journal of Clinical Nutrition (https://doi.org/10.3945/ajcn.2009.27725), BMJ (https://doi.org/10.1136/bmj.h3978) og The Lancet (https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(17)32252-3/fulltext) sem sýna engin tengsl á milli neyslu mettaðrar fitu annars vegar og hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Þegar misræmi af þessu tagi kemur upp í rannsóknum gefur auga leið að erfitt er að taka skýra afstöðu til áhrifa þeirrar breytu sem verið er að skoða. Þetta hefur leitt til þess að sérfræðingar hafa um árabil deilt um hvort réttlætanlegt se að ráðleggja fólki að takmarka neyslu mettaðrar fitu, og ef svo er, hvað eigi þá að koma í staðinn. En hvað skiptir þá máli? Ef skoðuð er úrvinnsla gagna úr stórum rannsóknum á borð við Framingham og MESA kemur í ljós að HDL kólesteról (þetta “góða”) og þríglýseríð magn í blóði er allt að fjórfalt betra til að spá fyrir um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum heldur en LDL kólesteról eitt og sér. Með tíð og tíma hefur síðan komið í ljós að hátt HDL er ekki beint verndandi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma heldur eru almennt heilbrigðari einstaklingar sem fá sjaldnar kransæðaþrengingar líklegri til að hafa hátt HDL. Lágt þríglýseríð magn í blóði er síðan annar þáttur sem endurspeglar oft á tíðum vel hversu efnaskiptalega heilbrigðir einstaklingar eru. Þá eru einstaklingar með slæma blóðsykurstjórnun eða lága súrefnisupptöku einnig líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma heldur en þau sem hafa þessa þætti í lagi https://doi.org/10.1001/jamanetworkopen.2018.3605. Við getum haldið áfram að eyða tíma í að ræða fram og til baka um rannsóknir sem tengja blóðfitur með einum eða öðrum hætti við hjarta- og æðasjúkdóma, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá virðist skipta mestu máli að vera efnaskiptalega heilbrigð(ur), viðhalda góðum vöðvamassa og úthaldi og sofa vel. Þegar kemur að næringu má álykta að það sem skili hvað mestum ávinningi sé hreint og óunnið fæði sem næst upprunanum þar sem lögð er áhersla á að borða í takt við orkuþarfir og ná inn nægilega miklu magni prótína. Axel hvatti ekki til aukinnar neyslu mettaðrar fitu en benti á að varasamt sé að setja slíkar fitusýrur undir einn og sama hatt, horfa þurfi á matinn sjálfann, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Upprunaleg skilaboð Axels, að borða í takt við það að viðhalda heilbrigði frekar en endilega til þess að lækka LDL kólesteról hljóma því ekkert svo fjarstæðukennd, eða hvað? Ef markmiðið er að bæta heilsu þjóðarinnar og draga úr hjarta- og æðasjúkdómum væri því vænlegast til árangurs að taka undir þessa hvatningu Axels F. Sigurðssonar, sérfræðings í hjartalækningum. Höfundur er áhugamaður um almenna heilsu og kólesteról. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fór í loftið hlaðvarp þar sem Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum ræddi um hlutverk kólesteróls í tilurð hjarta-og æðasjúkdóma. Skemmst er frá því að segja að hlaðvarpið vakti mikla athygli bæði í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið kom upp nokkur gagnrýni þar sem bent er á að verið sé að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu sem og kólesteról. Það er ágætt að rifja upp orðið “upplýsingaóreiða” en hugtakið felur í sér misupplýsingar, rangupplýsingar og meinupplýsingar þar sem röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt, hvort ætlunin sé sú eða ekki. En ef við skoðum það sem Axel hafði að segja, var raunverulega um svokallaða upplýsingaóreiðu að ræða? Megininntakið var það að fituflutningskerfi líkamans er gríðarlega flókið fyrirbæri þar sem margir þættir spila saman og þegar upp er staðið skiptir meira máli að tileinka sér hreint mataræði til að viðhalda heilbrigði, frekar en að einblína sérstaklega á að lækka LDL kólesteról, sem til mikillar einföldunar hefur verið nefnt “slæma kólesterólið”. Skoðum þessa punkta aðeins nánar. Einn stór annmarki á rannsóknum er tengjast næringu og næringarinntöku er að það er gríðarlega erfitt að framkvæma þær á þann hátt að hægt sé að segja til með algjörri vissu um hvort ákveðnir hlutir valdi skaða eða séu hjálplegir. Gjarnan er um að ræða faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem spurningalistar eru notaðir til að fá einstaklinga til að áætla inntöku vissra næringarefna og matvæla yfir langt tímabil og gefur að skilja að slíkar rannsóknaraðferðir geta haft í för með sér töluvert mikla skekkju. Sumar rannsóknir sýna t.a.m. allt að 25% skekkju þegar inntaka fólks er skoðuð til móts við það hvað einstaklingar telja sig borða undir stýrðum aðstæðum, sbr. https://doi.org/10.1017/S0007114514000154. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að faraldsfræðilegar rannsóknir geta aldrei sagt til um orsakasamband heldur eingöngu gefið til kynna fylgni á milli breyta sem þar eru skoðaðar. Það kemur því ekki á óvart að hægt sé að finna faraldsfræðilegar rannsóknir og meta-greiningar sem sýna bæði fram á fylgni milli neyslu mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma líkt og komið hefur fram í umfjöllun næringar- og lýðheilsufræðinga en einnig aðrar sem sýna ekki fram á slík tengsl. Ekki þarf að leita langt til að finna þrjár stórar rannsóknir birtar í The American Journal of Clinical Nutrition (https://doi.org/10.3945/ajcn.2009.27725), BMJ (https://doi.org/10.1136/bmj.h3978) og The Lancet (https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(17)32252-3/fulltext) sem sýna engin tengsl á milli neyslu mettaðrar fitu annars vegar og hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Þegar misræmi af þessu tagi kemur upp í rannsóknum gefur auga leið að erfitt er að taka skýra afstöðu til áhrifa þeirrar breytu sem verið er að skoða. Þetta hefur leitt til þess að sérfræðingar hafa um árabil deilt um hvort réttlætanlegt se að ráðleggja fólki að takmarka neyslu mettaðrar fitu, og ef svo er, hvað eigi þá að koma í staðinn. En hvað skiptir þá máli? Ef skoðuð er úrvinnsla gagna úr stórum rannsóknum á borð við Framingham og MESA kemur í ljós að HDL kólesteról (þetta “góða”) og þríglýseríð magn í blóði er allt að fjórfalt betra til að spá fyrir um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum heldur en LDL kólesteról eitt og sér. Með tíð og tíma hefur síðan komið í ljós að hátt HDL er ekki beint verndandi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma heldur eru almennt heilbrigðari einstaklingar sem fá sjaldnar kransæðaþrengingar líklegri til að hafa hátt HDL. Lágt þríglýseríð magn í blóði er síðan annar þáttur sem endurspeglar oft á tíðum vel hversu efnaskiptalega heilbrigðir einstaklingar eru. Þá eru einstaklingar með slæma blóðsykurstjórnun eða lága súrefnisupptöku einnig líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma heldur en þau sem hafa þessa þætti í lagi https://doi.org/10.1001/jamanetworkopen.2018.3605. Við getum haldið áfram að eyða tíma í að ræða fram og til baka um rannsóknir sem tengja blóðfitur með einum eða öðrum hætti við hjarta- og æðasjúkdóma, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá virðist skipta mestu máli að vera efnaskiptalega heilbrigð(ur), viðhalda góðum vöðvamassa og úthaldi og sofa vel. Þegar kemur að næringu má álykta að það sem skili hvað mestum ávinningi sé hreint og óunnið fæði sem næst upprunanum þar sem lögð er áhersla á að borða í takt við orkuþarfir og ná inn nægilega miklu magni prótína. Axel hvatti ekki til aukinnar neyslu mettaðrar fitu en benti á að varasamt sé að setja slíkar fitusýrur undir einn og sama hatt, horfa þurfi á matinn sjálfann, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Upprunaleg skilaboð Axels, að borða í takt við það að viðhalda heilbrigði frekar en endilega til þess að lækka LDL kólesteról hljóma því ekkert svo fjarstæðukennd, eða hvað? Ef markmiðið er að bæta heilsu þjóðarinnar og draga úr hjarta- og æðasjúkdómum væri því vænlegast til árangurs að taka undir þessa hvatningu Axels F. Sigurðssonar, sérfræðings í hjartalækningum. Höfundur er áhugamaður um almenna heilsu og kólesteról.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar