Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar 7. desember 2024 11:32 Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun