Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar 7. desember 2024 11:32 Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun