Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar 7. desember 2024 11:32 Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum sem krefjast tafarlausra viðbragða stjórnvalda. Breiðfylking heilbrigðisstétta stóð fyrir málefnafundi með fulltrúm allra flokka sem buðu fram á landsvísu í aðdraganda nýliðinna kosninga. Á fundinum, sem fjallaði um stærstu áskoranir heilbrigðiskerfisins, komu fram skýrar tillögur flokkanna að nauðsynlegum umbótum sem mynda mögulegan grunn að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Nú funda formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar um stjórnarmyndun þar sem lögð er áhersla á stóru málaflokkana. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræðurnar ganga vel. Með þessu samstarfi skapast von um raunhæfar úrbætur í heilbrigðismálum, þar sem stefnumótun byggir á þörfum landsmanna og fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Uppbygging innviða og þjónusta við eldra fólk Samfylkingin lagði í málflutningi sínum ríka áherslu á uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu með sérstakri áherslu á þjónustu við eldra fólk. Alma Möller nefndi sérstaklega að mikilvægt væri að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum og styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun. Samhliða taldi hún að þyrfti að efla heilsueflingu, bæði hjá börnum og öldruðum, sem lykilatriði í því að bæta lífsgæði og draga úr þörf fyrir frekari heilbrigðisþjónustu. Til að þetta megi verða þurfa ríkisvald og sveitarfélög að vinna saman að skýrri framkvæmdaáætlun og hætta að vísa ábyrgðinni sín á milli. Þjónustan þarf að vera samfelld og vel samræmd, þar sem hver einstaklingur hefur fastan tengilið innan heilbrigðiskerfisins. Stytting biðlista fyrir börn og eldri borgara Viðreisn lagði áherslu á að draga úr biðlistum barna og eldri borgara, sem eru óásættanlegir í núverandi kerfi. Hanna Katrín Friðriksson sagði biðlista barna með líkamleg eða andleg veikindi hafa alvarleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur þeirra, en bið eftir hjúkrunarrýmum eða læknisþjónustu fyrir eldri borgara bitni bæði á einstaklingum og heilbrigðiskerfinu í heild. Viðreisn vildi nýta tæknilausnir nýsköpunarfyrirtækja til að bæta þjónustu, draga úr kostnaði og einfalda kerfin fyrir bæði notendur og fagfólk, sérstaklega á landsbyggðinni. Flokkurinn lagði einnig áherslu á að virkja einkarekna aðila í uppbyggingu hjúkrunarheimila, meðal annars með breyttum skattareglum. Launamál og mannekla í heilbrigðiskerfinu Flokkur fólksins taldi mikilvægt að bæta kjör heilbrigðisstétta til að tryggja aðgengi að fagfólki í kerfinu. Kolbrún Baldursdóttir sagði lág laun og léleg vinnuskilyrði hafa leitt til manneklu og valdið því að margir menntaðir sérfræðingar kjósa að vinna erlendis. Fyrsta skrefið til þess að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu væri að tryggja mannsæmandi laun sem hvetja fagfólk til að snúa heim og tryggja þannig stöðugleika í kerfinu. Flokkur fólksins kallaði einnig eftir aukinni fjárfestingu í mannauði, þar sem nýliðun í heilbrigðisstéttum standi höllum fæti. Auk þess benti flokkurinn á nauðsyn þess að bæta þjónustu við börn með fjölþætt vandamál, þar sem fréttir um sjálfsvíg meðal ungs fólks sýna alvarleika þessa máls. Aðgerðir sem þarf að ráðast í núna Allir þrír flokkarnir eru sammála um að heilbrigðiskerfið þarfnist stórsóknar í að: bæta þjónustu fyrir eldra fólk með uppbyggingu hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar og heilsueflingu. stytta biðlista fyrir börn og eldri borgara. tryggja mannsæmandi laun og bæta vinnuskilyrði heilbrigðisstétta til að fjölga fagfólki innan kerfisins. efla samvinnu ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða fjárhag. Ef stjórnvöld bregðast ekki hratt við með fjárfestingum og umbótum í heilbrigðiskerfinu, mun það valda auknum kostnaði og álagi á samfélagið í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru nú muni leggja grunn að öflugu og skilvirku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra landsmanna. Samstarf þessara flokka gefur von um framtíðarsýn sem mun ekki aðeins bæta lífsgæði landsmanna heldur einnig tryggja öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks hvetur flokkana til að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála mögulegrar ríkisstjórnar og standa við kosningaloforð sín í þeim málaflokki. Með von um gott og náið samstarf við nýja ríkisstjórn. Höfundar eru: Læknafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sjúkraliðafélag Íslands Félag þroskaþjálfa Sálfræðingafélag Íslands Félag lífeindafræðinga Félag íslenskra náttúrufræðinga Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands Tannlæknafélag Íslands Félag geislafræðinga á Íslandi Viska stéttarfélag sérfræðinga Lyfjafræðingafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Félag sjúkraþjálfara
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun