Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar 29. nóvember 2024 07:23 Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun