Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 15:51 Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Norðausturkjördæmi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun