Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 20:01 Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun