Skoðun

Hver er munurinn á Við­reisn og Sam­fylkingu?

Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar

Svarið er einfalt: Viðreisn er ekki jafnaðarflokkur.

Samfylkingin er jafnaðarflokkur og tilheyrir alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata, sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndum. Þar er góð heilbrigðisþjónusta og menntun aðgengileg öllum og sterk velferð og kraftmikil verðmætasköpun fara hönd í hönd. Jafnaðarfólk er sammála um að það á ekki að skipta máli hverra manna þú ert – við eigum öll skilið jöfn tækifæri og réttindi. En við höfum líka ákveðnum skyldum að gegna hvert við annað.

Viðreisn er hægriflokkur sem klofnaði út úr Sjálfstæðisflokki árið 2016, og formaðurinn var áður varaformaður Sjálfstæðisflokks. Hægriflokkar eins og Viðreisn líta til dæmis á einkavæðingu skóla og í heilbrigðiskerfinu sem góða lausn við vandanum sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila hafa skapað með því að grafa undan opinberri þjónustu. Mörg dæmi eru um að einkavæðing á grunnþjónustu auki kostnað fyrir almenning og ýti undir ójöfnuð. Þá hefur komið fram að Viðreisn vill ekki gera breytingar á skattkerfinu svo allra tekjuhæsta fólkið borgi hlutfallslega sama skatt og við hin.

Þarna stefna Samfylking og Viðreisn í gjörólíka átt. Því er mikilvægt að vanda valið. Verður það Samfylkingin eða Viðreisn sem fær umboð til að leiða næstu ríkisstjórn?

Höfundur er nemi í félagsráðgjöf og leikskólastarfsmaður.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×