Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar 25. nóvember 2024 13:51 Svarið er einfalt: Viðreisn er ekki jafnaðarflokkur. Samfylkingin er jafnaðarflokkur og tilheyrir alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata, sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndum. Þar er góð heilbrigðisþjónusta og menntun aðgengileg öllum og sterk velferð og kraftmikil verðmætasköpun fara hönd í hönd. Jafnaðarfólk er sammála um að það á ekki að skipta máli hverra manna þú ert – við eigum öll skilið jöfn tækifæri og réttindi. En við höfum líka ákveðnum skyldum að gegna hvert við annað. Viðreisn er hægriflokkur sem klofnaði út úr Sjálfstæðisflokki árið 2016, og formaðurinn var áður varaformaður Sjálfstæðisflokks. Hægriflokkar eins og Viðreisn líta til dæmis á einkavæðingu skóla og í heilbrigðiskerfinu sem góða lausn við vandanum sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila hafa skapað með því að grafa undan opinberri þjónustu. Mörg dæmi eru um að einkavæðing á grunnþjónustu auki kostnað fyrir almenning og ýti undir ójöfnuð. Þá hefur komið fram að Viðreisn vill ekki gera breytingar á skattkerfinu svo allra tekjuhæsta fólkið borgi hlutfallslega sama skatt og við hin. Þarna stefna Samfylking og Viðreisn í gjörólíka átt. Því er mikilvægt að vanda valið. Verður það Samfylkingin eða Viðreisn sem fær umboð til að leiða næstu ríkisstjórn? Höfundur er nemi í félagsráðgjöf og leikskólastarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Svarið er einfalt: Viðreisn er ekki jafnaðarflokkur. Samfylkingin er jafnaðarflokkur og tilheyrir alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata, sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndum. Þar er góð heilbrigðisþjónusta og menntun aðgengileg öllum og sterk velferð og kraftmikil verðmætasköpun fara hönd í hönd. Jafnaðarfólk er sammála um að það á ekki að skipta máli hverra manna þú ert – við eigum öll skilið jöfn tækifæri og réttindi. En við höfum líka ákveðnum skyldum að gegna hvert við annað. Viðreisn er hægriflokkur sem klofnaði út úr Sjálfstæðisflokki árið 2016, og formaðurinn var áður varaformaður Sjálfstæðisflokks. Hægriflokkar eins og Viðreisn líta til dæmis á einkavæðingu skóla og í heilbrigðiskerfinu sem góða lausn við vandanum sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila hafa skapað með því að grafa undan opinberri þjónustu. Mörg dæmi eru um að einkavæðing á grunnþjónustu auki kostnað fyrir almenning og ýti undir ójöfnuð. Þá hefur komið fram að Viðreisn vill ekki gera breytingar á skattkerfinu svo allra tekjuhæsta fólkið borgi hlutfallslega sama skatt og við hin. Þarna stefna Samfylking og Viðreisn í gjörólíka átt. Því er mikilvægt að vanda valið. Verður það Samfylkingin eða Viðreisn sem fær umboð til að leiða næstu ríkisstjórn? Höfundur er nemi í félagsráðgjöf og leikskólastarfsmaður.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun