Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar 25. nóvember 2024 13:51 Svarið er einfalt: Viðreisn er ekki jafnaðarflokkur. Samfylkingin er jafnaðarflokkur og tilheyrir alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata, sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndum. Þar er góð heilbrigðisþjónusta og menntun aðgengileg öllum og sterk velferð og kraftmikil verðmætasköpun fara hönd í hönd. Jafnaðarfólk er sammála um að það á ekki að skipta máli hverra manna þú ert – við eigum öll skilið jöfn tækifæri og réttindi. En við höfum líka ákveðnum skyldum að gegna hvert við annað. Viðreisn er hægriflokkur sem klofnaði út úr Sjálfstæðisflokki árið 2016, og formaðurinn var áður varaformaður Sjálfstæðisflokks. Hægriflokkar eins og Viðreisn líta til dæmis á einkavæðingu skóla og í heilbrigðiskerfinu sem góða lausn við vandanum sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila hafa skapað með því að grafa undan opinberri þjónustu. Mörg dæmi eru um að einkavæðing á grunnþjónustu auki kostnað fyrir almenning og ýti undir ójöfnuð. Þá hefur komið fram að Viðreisn vill ekki gera breytingar á skattkerfinu svo allra tekjuhæsta fólkið borgi hlutfallslega sama skatt og við hin. Þarna stefna Samfylking og Viðreisn í gjörólíka átt. Því er mikilvægt að vanda valið. Verður það Samfylkingin eða Viðreisn sem fær umboð til að leiða næstu ríkisstjórn? Höfundur er nemi í félagsráðgjöf og leikskólastarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið er einfalt: Viðreisn er ekki jafnaðarflokkur. Samfylkingin er jafnaðarflokkur og tilheyrir alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata, sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndum. Þar er góð heilbrigðisþjónusta og menntun aðgengileg öllum og sterk velferð og kraftmikil verðmætasköpun fara hönd í hönd. Jafnaðarfólk er sammála um að það á ekki að skipta máli hverra manna þú ert – við eigum öll skilið jöfn tækifæri og réttindi. En við höfum líka ákveðnum skyldum að gegna hvert við annað. Viðreisn er hægriflokkur sem klofnaði út úr Sjálfstæðisflokki árið 2016, og formaðurinn var áður varaformaður Sjálfstæðisflokks. Hægriflokkar eins og Viðreisn líta til dæmis á einkavæðingu skóla og í heilbrigðiskerfinu sem góða lausn við vandanum sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila hafa skapað með því að grafa undan opinberri þjónustu. Mörg dæmi eru um að einkavæðing á grunnþjónustu auki kostnað fyrir almenning og ýti undir ójöfnuð. Þá hefur komið fram að Viðreisn vill ekki gera breytingar á skattkerfinu svo allra tekjuhæsta fólkið borgi hlutfallslega sama skatt og við hin. Þarna stefna Samfylking og Viðreisn í gjörólíka átt. Því er mikilvægt að vanda valið. Verður það Samfylkingin eða Viðreisn sem fær umboð til að leiða næstu ríkisstjórn? Höfundur er nemi í félagsráðgjöf og leikskólastarfsmaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun