Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Orkumál Orkuskipti Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun