Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Orkumál Orkuskipti Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun