Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. nóvember 2024 17:18 Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun