Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 14. nóvember 2024 08:31 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Eldri borgarar Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun