Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2024 14:31 Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar