Skoðun

Nei, ég er ekki hamstur á hjóli

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Ég er kennari.

Ég vil fá laun sem samræmast háskólamenntun minni og þeirri viðbótarmenntun sem ég hef aflað mér.

Mér finnst ósanngjarnt að fagmenntun mín og reynsla skili sér ekki í launaumslagið og hefur ekki gert þau þrjátíu ár sem ég hef starfað sem kennari.

Ég vil að stjórnvöld standi við gefin loforð og er ósátt við að hafa gefið eftir lífeyrisréttindi mín og ekki fengið neitt í staðinn.

Mér blöskraði að heyra það í Kastljósþætti 29. október 2024 að ég sé ekki nógu mikils virði til að laun mín séu hækkuð.

Mér finnst galið að haldið sé fram að auka þurfi kennsluskylduna svo að hægt sé að hækka laun kennara. Ég seldi kennsluafsláttinn minn og er því að kenna meira en ég ætti annars að gera eins og flestir sem sinna kennslu í dag og finnst sú kennsla mjög krefjandi.

Kennarar eru ekki að biðja um meiri vinnu heldur bætt launakjör sem eru sambærileg þeim sem aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar eru að fá.

Hvaða aðrar stéttir þurfa að berjast svona fyrir því að fá laun við hæfi ?

Miðað við taktinn sem SÍS hefur gefið þá stefnum við í alvarlega krísu í menntamálum.

Höfundur er kennari í stjórn KFR




Skoðun

Skoðun

Á­kall um kjark

Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Sjá meira


×