Kennarar óskast Helga Charlotta Reynisdóttir skrifar 28. október 2024 17:01 Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun