Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2024 11:00 Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun