Að halda niðri launum og lifa á loftinu Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 18:02 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun