Að halda niðri launum og lifa á loftinu Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 18:02 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun