Kæri borgarstjóri - Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla Gunnhildur Halla Carr og Sóldís Birta Reynisdóttir skrifa 16. október 2024 21:00 Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun