Kæri borgarstjóri - Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla Gunnhildur Halla Carr og Sóldís Birta Reynisdóttir skrifa 16. október 2024 21:00 Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar