Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir skrifar 14. október 2024 14:01 Ég sit heima hjá mér á sunnudegi og er að fara yfir verkefni. Maðurinn minn gekk inn og benti mér á myndband af borgarstjóra sem á fjármálaráðstefnu SÍS nú fyrir helgi ræddi um það að kennarar vildu semja sig frá meiri kennslu, losna við börnin og bæta við undirbúningstíma. Auðvitað galið dæmi að þessir kennarar þurfi meiri undirbúningstíma! Gerðumst við ekki kennarar einmitt til að eyða tíma með börnunum? Af hverju eru kennarar ekki bara ánægðir með sitt, alltaf í fríum og kósý? Mjög margir hafa ekki raunverulegan skilning á því hvað felst í að vera kennari. Ég hef heyrt fólk lýsa því yfir að við eigum bara að hætta þessu væli og hugsa um öll fríin sem við fáum gefins. Gefins? Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að við fáum engin frí gefins. Við vinnum af okkur tímana; yfir veturinn er vinnuvika kennara í dagvinnu 43,5 klst. Og ekki búið að semja um neina styttingu vinnuviku. Á síðustu árum hafa starfsaðstæður kennara breyst mikið. Nú hafa verið innleidd svokölluð farsældarlög barna. Mikið hefur verið lagt í að innleiða lögin farsællega á öllum skólastigum. Inngildandi menntun er núna aðalmálið. Mikið um nemendur með ólíkan bakgrunn og mæta þarf þörfum þessara nemenda. Inngildandi menntun þýðir að í hverjum bekk geta verið nemendur með afar ólíkan tungumála-og menningarbakgrunn og nemendur sem jafnvel hafa lítið sem ekkert fengið að ganga í skóla. Þetta er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum, en allt hefur þetta áhrif á störf kennara. Tíminn sem fer í að innleiða ný vinnubrögð og nýtt verklag er mill. En kennarar gera þetta auðvitað, við störfum af hugsjón. Ég skal segja ykkur frá einum mjög dæmigerðum hóp sem ég hef haft í kennslu. Í hópnum voru 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru sjö nemendur með erlendan bakgrunn. Tveir nemendur voru með einhverfu. Tveir nemendur glímdu við kvíðaröskun. Þrír nemendur voru með athyglisbrest. Fimm nemendur voru með lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika. Þrír nemendur voru þarna af því mamma og pabbi sögðu að þau ættu að mæta. Einn nemandinn skrapp í þriggja vikna fjölskyldufrí þannig þegar hann kom til baka þurfti ég að hjálpa honum við að koma sér á réttan kjöl í náminu. Kennslustundin er 55 mínútur sem þýðir að ég hef innan við tvær mínútur á hvern nemanda til að veita hverjum og einum alla þá athygli og aðstoð sem þurf, nám við hæfi fyrir hvern og einn. Og auðvitað einstaklingsbundna námskrá. Samt vilja viðsemjendur kennara ekki taka það í mál að samsetning nemendahóps hafi áhrif á störf kennara og ætti að meta til launa. Ég er yfirleitt búin á því þegar ég kem heim eftir vinnudaginn en þá auðvitað tekur fjölskyldulífið við. En þetta er allt í lagi, ég elska starfið mitt og starfa af hugsjón. Ég er kennari en ég er svo miklu meira en það. Samskipti við nemendur ná langt út fyrir beina kennslu. Ég hef haldið utan um nemendur sem grétu í fanginu á mér eftir sambandsslit. Ég hef hlustað á nemendur sem þurftu að tjá sig um erfitt ástand heima fyrir eða höfðu áhyggjur af aðstæðum vina. Ég hef hlustað á nemendur sem voru að bugast af þunglyndi og vissu ekki hvert ætti að snúa sér. Ég hef líka aðstoðað foreldra sem voru orðnir örvæntingafullir vegna líðan barns síns. Allt tekur þetta tíma. En það er allt í lagi, ég fer bara yfir verkefnin í kvöld, þegar börnin mín eru sofnuð. Því þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir að þessir krakkar treysti mér nógu vel til að leita til mín. Mér þykir vænt um þessa krakka og starfa af hugsjón. Vandamálið er samt að hugsjón er ekki nóg. Hugsjón borgar ekki húsnæðiskostnað. Ég fer ekki í Bónus og slepp við að borga af því ég starfa af hugsjón. Hugsjónin klæðir ekki börnin mín og borgar ekki kostnað við tómstundir. Nú á að gera okkur kennarana að vonda kallinum af því að búið er að boða skæruverkföll á öllum skólastigum. Ég sit í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég varð reið og sár fyrir hönd grunnskólakennara þegar ég sá ummæli borgarstjóra. En ég veit samt að framhaldsskólakennarar verða fyrir sömu fordómum frá sínum vinnuveitanda, ríkinu. Sá orðrómur hefur heyrst að það sé enginn vilji hjá viðræðunefnd KÍ til að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en jöfnun launa. Þannig að aftur erum við kennarar vondi kallinn. Af því við viljum ekki ræða neitt annað fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um það hvenær og hvernig viðsemjendur okkar ætli að standa við þá samninga sem voru undirritaðir árið 2016. Ríkið skrifaði undir samning um að lagt skyldi í það verkefni að jafna laun milli markaða en þetta hefur ekki verið gert. Er í alvörunni frekja að farið sé fram á að loforð og samningar séu efndir? Ég held ég geti fullyrt að engan kennara langar til að fara í verkfall. Það virðist hins vegar vera eina leiðin til þess að á okkur sé hlustað. Kennarar eru að bugast. Við þurfum bættar starfsaðstæður og við þurfum að fá greidd sanngjörn laun fyrir vinnuna okkar. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég sit heima hjá mér á sunnudegi og er að fara yfir verkefni. Maðurinn minn gekk inn og benti mér á myndband af borgarstjóra sem á fjármálaráðstefnu SÍS nú fyrir helgi ræddi um það að kennarar vildu semja sig frá meiri kennslu, losna við börnin og bæta við undirbúningstíma. Auðvitað galið dæmi að þessir kennarar þurfi meiri undirbúningstíma! Gerðumst við ekki kennarar einmitt til að eyða tíma með börnunum? Af hverju eru kennarar ekki bara ánægðir með sitt, alltaf í fríum og kósý? Mjög margir hafa ekki raunverulegan skilning á því hvað felst í að vera kennari. Ég hef heyrt fólk lýsa því yfir að við eigum bara að hætta þessu væli og hugsa um öll fríin sem við fáum gefins. Gefins? Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að við fáum engin frí gefins. Við vinnum af okkur tímana; yfir veturinn er vinnuvika kennara í dagvinnu 43,5 klst. Og ekki búið að semja um neina styttingu vinnuviku. Á síðustu árum hafa starfsaðstæður kennara breyst mikið. Nú hafa verið innleidd svokölluð farsældarlög barna. Mikið hefur verið lagt í að innleiða lögin farsællega á öllum skólastigum. Inngildandi menntun er núna aðalmálið. Mikið um nemendur með ólíkan bakgrunn og mæta þarf þörfum þessara nemenda. Inngildandi menntun þýðir að í hverjum bekk geta verið nemendur með afar ólíkan tungumála-og menningarbakgrunn og nemendur sem jafnvel hafa lítið sem ekkert fengið að ganga í skóla. Þetta er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum, en allt hefur þetta áhrif á störf kennara. Tíminn sem fer í að innleiða ný vinnubrögð og nýtt verklag er mill. En kennarar gera þetta auðvitað, við störfum af hugsjón. Ég skal segja ykkur frá einum mjög dæmigerðum hóp sem ég hef haft í kennslu. Í hópnum voru 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru sjö nemendur með erlendan bakgrunn. Tveir nemendur voru með einhverfu. Tveir nemendur glímdu við kvíðaröskun. Þrír nemendur voru með athyglisbrest. Fimm nemendur voru með lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika. Þrír nemendur voru þarna af því mamma og pabbi sögðu að þau ættu að mæta. Einn nemandinn skrapp í þriggja vikna fjölskyldufrí þannig þegar hann kom til baka þurfti ég að hjálpa honum við að koma sér á réttan kjöl í náminu. Kennslustundin er 55 mínútur sem þýðir að ég hef innan við tvær mínútur á hvern nemanda til að veita hverjum og einum alla þá athygli og aðstoð sem þurf, nám við hæfi fyrir hvern og einn. Og auðvitað einstaklingsbundna námskrá. Samt vilja viðsemjendur kennara ekki taka það í mál að samsetning nemendahóps hafi áhrif á störf kennara og ætti að meta til launa. Ég er yfirleitt búin á því þegar ég kem heim eftir vinnudaginn en þá auðvitað tekur fjölskyldulífið við. En þetta er allt í lagi, ég elska starfið mitt og starfa af hugsjón. Ég er kennari en ég er svo miklu meira en það. Samskipti við nemendur ná langt út fyrir beina kennslu. Ég hef haldið utan um nemendur sem grétu í fanginu á mér eftir sambandsslit. Ég hef hlustað á nemendur sem þurftu að tjá sig um erfitt ástand heima fyrir eða höfðu áhyggjur af aðstæðum vina. Ég hef hlustað á nemendur sem voru að bugast af þunglyndi og vissu ekki hvert ætti að snúa sér. Ég hef líka aðstoðað foreldra sem voru orðnir örvæntingafullir vegna líðan barns síns. Allt tekur þetta tíma. En það er allt í lagi, ég fer bara yfir verkefnin í kvöld, þegar börnin mín eru sofnuð. Því þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir að þessir krakkar treysti mér nógu vel til að leita til mín. Mér þykir vænt um þessa krakka og starfa af hugsjón. Vandamálið er samt að hugsjón er ekki nóg. Hugsjón borgar ekki húsnæðiskostnað. Ég fer ekki í Bónus og slepp við að borga af því ég starfa af hugsjón. Hugsjónin klæðir ekki börnin mín og borgar ekki kostnað við tómstundir. Nú á að gera okkur kennarana að vonda kallinum af því að búið er að boða skæruverkföll á öllum skólastigum. Ég sit í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég varð reið og sár fyrir hönd grunnskólakennara þegar ég sá ummæli borgarstjóra. En ég veit samt að framhaldsskólakennarar verða fyrir sömu fordómum frá sínum vinnuveitanda, ríkinu. Sá orðrómur hefur heyrst að það sé enginn vilji hjá viðræðunefnd KÍ til að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en jöfnun launa. Þannig að aftur erum við kennarar vondi kallinn. Af því við viljum ekki ræða neitt annað fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um það hvenær og hvernig viðsemjendur okkar ætli að standa við þá samninga sem voru undirritaðir árið 2016. Ríkið skrifaði undir samning um að lagt skyldi í það verkefni að jafna laun milli markaða en þetta hefur ekki verið gert. Er í alvörunni frekja að farið sé fram á að loforð og samningar séu efndir? Ég held ég geti fullyrt að engan kennara langar til að fara í verkfall. Það virðist hins vegar vera eina leiðin til þess að á okkur sé hlustað. Kennarar eru að bugast. Við þurfum bættar starfsaðstæður og við þurfum að fá greidd sanngjörn laun fyrir vinnuna okkar. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er kennari.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun