Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir skrifar 14. október 2024 14:01 Ég sit heima hjá mér á sunnudegi og er að fara yfir verkefni. Maðurinn minn gekk inn og benti mér á myndband af borgarstjóra sem á fjármálaráðstefnu SÍS nú fyrir helgi ræddi um það að kennarar vildu semja sig frá meiri kennslu, losna við börnin og bæta við undirbúningstíma. Auðvitað galið dæmi að þessir kennarar þurfi meiri undirbúningstíma! Gerðumst við ekki kennarar einmitt til að eyða tíma með börnunum? Af hverju eru kennarar ekki bara ánægðir með sitt, alltaf í fríum og kósý? Mjög margir hafa ekki raunverulegan skilning á því hvað felst í að vera kennari. Ég hef heyrt fólk lýsa því yfir að við eigum bara að hætta þessu væli og hugsa um öll fríin sem við fáum gefins. Gefins? Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að við fáum engin frí gefins. Við vinnum af okkur tímana; yfir veturinn er vinnuvika kennara í dagvinnu 43,5 klst. Og ekki búið að semja um neina styttingu vinnuviku. Á síðustu árum hafa starfsaðstæður kennara breyst mikið. Nú hafa verið innleidd svokölluð farsældarlög barna. Mikið hefur verið lagt í að innleiða lögin farsællega á öllum skólastigum. Inngildandi menntun er núna aðalmálið. Mikið um nemendur með ólíkan bakgrunn og mæta þarf þörfum þessara nemenda. Inngildandi menntun þýðir að í hverjum bekk geta verið nemendur með afar ólíkan tungumála-og menningarbakgrunn og nemendur sem jafnvel hafa lítið sem ekkert fengið að ganga í skóla. Þetta er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum, en allt hefur þetta áhrif á störf kennara. Tíminn sem fer í að innleiða ný vinnubrögð og nýtt verklag er mill. En kennarar gera þetta auðvitað, við störfum af hugsjón. Ég skal segja ykkur frá einum mjög dæmigerðum hóp sem ég hef haft í kennslu. Í hópnum voru 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru sjö nemendur með erlendan bakgrunn. Tveir nemendur voru með einhverfu. Tveir nemendur glímdu við kvíðaröskun. Þrír nemendur voru með athyglisbrest. Fimm nemendur voru með lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika. Þrír nemendur voru þarna af því mamma og pabbi sögðu að þau ættu að mæta. Einn nemandinn skrapp í þriggja vikna fjölskyldufrí þannig þegar hann kom til baka þurfti ég að hjálpa honum við að koma sér á réttan kjöl í náminu. Kennslustundin er 55 mínútur sem þýðir að ég hef innan við tvær mínútur á hvern nemanda til að veita hverjum og einum alla þá athygli og aðstoð sem þurf, nám við hæfi fyrir hvern og einn. Og auðvitað einstaklingsbundna námskrá. Samt vilja viðsemjendur kennara ekki taka það í mál að samsetning nemendahóps hafi áhrif á störf kennara og ætti að meta til launa. Ég er yfirleitt búin á því þegar ég kem heim eftir vinnudaginn en þá auðvitað tekur fjölskyldulífið við. En þetta er allt í lagi, ég elska starfið mitt og starfa af hugsjón. Ég er kennari en ég er svo miklu meira en það. Samskipti við nemendur ná langt út fyrir beina kennslu. Ég hef haldið utan um nemendur sem grétu í fanginu á mér eftir sambandsslit. Ég hef hlustað á nemendur sem þurftu að tjá sig um erfitt ástand heima fyrir eða höfðu áhyggjur af aðstæðum vina. Ég hef hlustað á nemendur sem voru að bugast af þunglyndi og vissu ekki hvert ætti að snúa sér. Ég hef líka aðstoðað foreldra sem voru orðnir örvæntingafullir vegna líðan barns síns. Allt tekur þetta tíma. En það er allt í lagi, ég fer bara yfir verkefnin í kvöld, þegar börnin mín eru sofnuð. Því þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir að þessir krakkar treysti mér nógu vel til að leita til mín. Mér þykir vænt um þessa krakka og starfa af hugsjón. Vandamálið er samt að hugsjón er ekki nóg. Hugsjón borgar ekki húsnæðiskostnað. Ég fer ekki í Bónus og slepp við að borga af því ég starfa af hugsjón. Hugsjónin klæðir ekki börnin mín og borgar ekki kostnað við tómstundir. Nú á að gera okkur kennarana að vonda kallinum af því að búið er að boða skæruverkföll á öllum skólastigum. Ég sit í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég varð reið og sár fyrir hönd grunnskólakennara þegar ég sá ummæli borgarstjóra. En ég veit samt að framhaldsskólakennarar verða fyrir sömu fordómum frá sínum vinnuveitanda, ríkinu. Sá orðrómur hefur heyrst að það sé enginn vilji hjá viðræðunefnd KÍ til að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en jöfnun launa. Þannig að aftur erum við kennarar vondi kallinn. Af því við viljum ekki ræða neitt annað fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um það hvenær og hvernig viðsemjendur okkar ætli að standa við þá samninga sem voru undirritaðir árið 2016. Ríkið skrifaði undir samning um að lagt skyldi í það verkefni að jafna laun milli markaða en þetta hefur ekki verið gert. Er í alvörunni frekja að farið sé fram á að loforð og samningar séu efndir? Ég held ég geti fullyrt að engan kennara langar til að fara í verkfall. Það virðist hins vegar vera eina leiðin til þess að á okkur sé hlustað. Kennarar eru að bugast. Við þurfum bættar starfsaðstæður og við þurfum að fá greidd sanngjörn laun fyrir vinnuna okkar. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit heima hjá mér á sunnudegi og er að fara yfir verkefni. Maðurinn minn gekk inn og benti mér á myndband af borgarstjóra sem á fjármálaráðstefnu SÍS nú fyrir helgi ræddi um það að kennarar vildu semja sig frá meiri kennslu, losna við börnin og bæta við undirbúningstíma. Auðvitað galið dæmi að þessir kennarar þurfi meiri undirbúningstíma! Gerðumst við ekki kennarar einmitt til að eyða tíma með börnunum? Af hverju eru kennarar ekki bara ánægðir með sitt, alltaf í fríum og kósý? Mjög margir hafa ekki raunverulegan skilning á því hvað felst í að vera kennari. Ég hef heyrt fólk lýsa því yfir að við eigum bara að hætta þessu væli og hugsa um öll fríin sem við fáum gefins. Gefins? Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að við fáum engin frí gefins. Við vinnum af okkur tímana; yfir veturinn er vinnuvika kennara í dagvinnu 43,5 klst. Og ekki búið að semja um neina styttingu vinnuviku. Á síðustu árum hafa starfsaðstæður kennara breyst mikið. Nú hafa verið innleidd svokölluð farsældarlög barna. Mikið hefur verið lagt í að innleiða lögin farsællega á öllum skólastigum. Inngildandi menntun er núna aðalmálið. Mikið um nemendur með ólíkan bakgrunn og mæta þarf þörfum þessara nemenda. Inngildandi menntun þýðir að í hverjum bekk geta verið nemendur með afar ólíkan tungumála-og menningarbakgrunn og nemendur sem jafnvel hafa lítið sem ekkert fengið að ganga í skóla. Þetta er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum, en allt hefur þetta áhrif á störf kennara. Tíminn sem fer í að innleiða ný vinnubrögð og nýtt verklag er mill. En kennarar gera þetta auðvitað, við störfum af hugsjón. Ég skal segja ykkur frá einum mjög dæmigerðum hóp sem ég hef haft í kennslu. Í hópnum voru 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru sjö nemendur með erlendan bakgrunn. Tveir nemendur voru með einhverfu. Tveir nemendur glímdu við kvíðaröskun. Þrír nemendur voru með athyglisbrest. Fimm nemendur voru með lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika. Þrír nemendur voru þarna af því mamma og pabbi sögðu að þau ættu að mæta. Einn nemandinn skrapp í þriggja vikna fjölskyldufrí þannig þegar hann kom til baka þurfti ég að hjálpa honum við að koma sér á réttan kjöl í náminu. Kennslustundin er 55 mínútur sem þýðir að ég hef innan við tvær mínútur á hvern nemanda til að veita hverjum og einum alla þá athygli og aðstoð sem þurf, nám við hæfi fyrir hvern og einn. Og auðvitað einstaklingsbundna námskrá. Samt vilja viðsemjendur kennara ekki taka það í mál að samsetning nemendahóps hafi áhrif á störf kennara og ætti að meta til launa. Ég er yfirleitt búin á því þegar ég kem heim eftir vinnudaginn en þá auðvitað tekur fjölskyldulífið við. En þetta er allt í lagi, ég elska starfið mitt og starfa af hugsjón. Ég er kennari en ég er svo miklu meira en það. Samskipti við nemendur ná langt út fyrir beina kennslu. Ég hef haldið utan um nemendur sem grétu í fanginu á mér eftir sambandsslit. Ég hef hlustað á nemendur sem þurftu að tjá sig um erfitt ástand heima fyrir eða höfðu áhyggjur af aðstæðum vina. Ég hef hlustað á nemendur sem voru að bugast af þunglyndi og vissu ekki hvert ætti að snúa sér. Ég hef líka aðstoðað foreldra sem voru orðnir örvæntingafullir vegna líðan barns síns. Allt tekur þetta tíma. En það er allt í lagi, ég fer bara yfir verkefnin í kvöld, þegar börnin mín eru sofnuð. Því þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir að þessir krakkar treysti mér nógu vel til að leita til mín. Mér þykir vænt um þessa krakka og starfa af hugsjón. Vandamálið er samt að hugsjón er ekki nóg. Hugsjón borgar ekki húsnæðiskostnað. Ég fer ekki í Bónus og slepp við að borga af því ég starfa af hugsjón. Hugsjónin klæðir ekki börnin mín og borgar ekki kostnað við tómstundir. Nú á að gera okkur kennarana að vonda kallinum af því að búið er að boða skæruverkföll á öllum skólastigum. Ég sit í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég varð reið og sár fyrir hönd grunnskólakennara þegar ég sá ummæli borgarstjóra. En ég veit samt að framhaldsskólakennarar verða fyrir sömu fordómum frá sínum vinnuveitanda, ríkinu. Sá orðrómur hefur heyrst að það sé enginn vilji hjá viðræðunefnd KÍ til að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en jöfnun launa. Þannig að aftur erum við kennarar vondi kallinn. Af því við viljum ekki ræða neitt annað fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um það hvenær og hvernig viðsemjendur okkar ætli að standa við þá samninga sem voru undirritaðir árið 2016. Ríkið skrifaði undir samning um að lagt skyldi í það verkefni að jafna laun milli markaða en þetta hefur ekki verið gert. Er í alvörunni frekja að farið sé fram á að loforð og samningar séu efndir? Ég held ég geti fullyrt að engan kennara langar til að fara í verkfall. Það virðist hins vegar vera eina leiðin til þess að á okkur sé hlustað. Kennarar eru að bugast. Við þurfum bættar starfsaðstæður og við þurfum að fá greidd sanngjörn laun fyrir vinnuna okkar. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er kennari.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun