Takk háttvirti borgarstjóri Einar Þorsteinsson Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 09:32 Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda kennurum á hvað það er dýrt fyrir sveitarfélögin að þeir séu svona mikið veikir, ég er viss um að ræðan þín verði nú til þess að við förum nú að hætta því veseni. Fussum svei! Það er svo ótrúlega dýrt fyrir sveitarfélögin að vera með svona lata kennara sem nenna ekki að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp! Takk fyrir að sýna okkur hvað við erum í góðum höndum með yfirmann sem ber svona mikla virðingu fyrir og styður við bakið á undirmönnum sínum í kjarabaráttu þeirra. Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju. Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana. Takk! Höfundur er kennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda kennurum á hvað það er dýrt fyrir sveitarfélögin að þeir séu svona mikið veikir, ég er viss um að ræðan þín verði nú til þess að við förum nú að hætta því veseni. Fussum svei! Það er svo ótrúlega dýrt fyrir sveitarfélögin að vera með svona lata kennara sem nenna ekki að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp! Takk fyrir að sýna okkur hvað við erum í góðum höndum með yfirmann sem ber svona mikla virðingu fyrir og styður við bakið á undirmönnum sínum í kjarabaráttu þeirra. Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju. Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana. Takk! Höfundur er kennari í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar