Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar 11. október 2024 08:02 Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Réttindi barna Vinstri græn Jódís Skúladóttir Gervigreind Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar