Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar 11. október 2024 08:02 Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Réttindi barna Vinstri græn Jódís Skúladóttir Gervigreind Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun