Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar 4. október 2024 07:46 Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa stórhættulegum síafbrotamönnum úr landi. Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til síðastliðið vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum. Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann VG, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál. Það er alveg kristaltært að VG er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum. Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna. Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna, m.a. kynferðisafbrotamenn. Hvers vegna eru Píratar, VG og fleiri á móti því? Höfundur er varaþingmaður í Norðvesturkjöræmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa stórhættulegum síafbrotamönnum úr landi. Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til síðastliðið vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum. Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann VG, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál. Það er alveg kristaltært að VG er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum. Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna. Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna, m.a. kynferðisafbrotamenn. Hvers vegna eru Píratar, VG og fleiri á móti því? Höfundur er varaþingmaður í Norðvesturkjöræmi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar