Banaslysin eru víðar en við sjáum Sigmar Guðmundsson skrifar 30. september 2024 07:30 Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun