Íslenska er ekki eina málið Lilja Magnúsdóttir skrifar 25. september 2024 13:31 Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun