Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 15:05 Hér hafa ljós verið tekin niður, nýir nemendaskápar verið skemmdir og stóll eyðilagður. Auk þess hafa verið gerðar skemmdir á veggjum og borðum. Aðsendar Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. „Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“ Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
„Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“
Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira