
Skaftárhreppur

Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall
Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags.

Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga
Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hafa kynnt áform um tugmilljarða vikurútflutningshöfn við Alviðruhamra á Mýrdalssandi. Oddviti Skaftárhrepps segist ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð íbúa enda gætu milli hundrað og tvöhundruð ný störf fylgt vikurnáminu.

Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur
Fjórir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Kúðafljót austan við Vík og suðvestur af Kirkjubæjarklaustri.

Grímsvatnahlaupi lokið
Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið.

Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum
Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, læknir sem starfaði sem verktaki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, kom skyndilega að lokuðum dyrunum hjá Sögu, kerfi sem sér um rafræna sjúkraskrá, þegar hann ætlaði að skrá dánarvottorð. Honum skilst að þjónustu hans sé ekki lengur óskað.

Hlaup hafið úr Grímsvötnum
Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum.

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála
Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála austan Kirkjubæjarklausturs um fjögurleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en báðir bílar eru óökuhæfir. Loka þurfti veginum um á meðan bílarnir voru fjarlægðir en búið er að opna fyrir umferð að nýju.

Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt
Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi.

Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur
Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni.

Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu
Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi .

Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli
Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi.

Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka
Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu.

Skaftárhlaupi að ljúka
Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn.

Skaftárhlaupið í rénun: Kemur úr Eystri-Skaftárketli en ekki þeim vestri
Skaftárhlaup er nú í rénun samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Rennsli mælist um 160 rúmmetrar á sekúndu og segir í tilkynningu að út frá breytingum á yfirborði Eystri-Skaftárketilsins, sem sjást af gervihnattamyndum, megi ætla að hlaupið komi þaðan en ekki úr þeim vestari eins og áður var talið líklegast.

Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu
Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er.

Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi
Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu.

Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu
Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess.

Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár.

Skaftárhlaup líklega að hefjast
Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu.

Féll af hesti og var án meðvitundar
Miklar umferðartafir eru við Kirkjubæjarklaustur vegna slyss sem varð á þriðja tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum.

Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn
Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup.

Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað
Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum.

„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“
Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið.

Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið
Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll.

„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“
Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart.

Ökumaðurinn á lífi en töluvert slasaður
Ökumaður mótorhjóls, sem hafnaði utanvegar við Gígjukvísl í gær, er á lífi en töluvert slasaður.

Alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys
Alvarlegt umferðarslys varð við Gígjukvísl á fimmta tímanum í dag þegar ökumaður mótorhjóls féll af hjólinu og hafnaði utan vegar.

Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir.

Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert
Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega.

Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkjubæjarklaustri
Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu.