Lofsvert framtak ÖBÍ, BSRB og ASÍ Ögmundur Jónasson skrifar 12. september 2024 07:03 Góð vinkona mín brást ævinlega ókvæða við þegar sagt var í hennar áheyrn að þjóðfélagið væri að breytast. Nei, sagði hún þá ákveðið, þjóðfélagið er ekki að breytast, það er verið að breyta því, það eru alltaf gerendur. Hvort tveggja er náttúrlega rétt, annars vegar að þjóðfélagið tekur breytingum og svo er hitt að það eru alltaf einhverjir sem standa á bak við þessar breytingar. Og þegar um er að ræða grundvallarbreytingar sem snerta þjóðfélagið allt - okkur öll – þá er mikilvægt að við látum okkur þessar breytingar varða áður en það er um seinan, greinum hagsmuni og rýnum í hvað búi að baki. Hægt og hljótt og án umræðu Hér horfi ég sérstaklega til markaðsvæðingar heilbrigðisþjónustunnar sem gerist hægt og hljóðlega og í mörgum skrefum og yfirleitt án slíkrar umræðu.Það var til dæmis ekki mikil umræða sem fram fór í þjóðfélaginu – hvorki utan þings né innan - þegar sú stefnubreyting var gerð á síðasta ári að ríkið skyldi draga sig út úr eignarhaldi á húsnæði öldrunarstofnana. Þarna hefði þurft að spyrja hvaða hagsmunum þetta kæmi til með að þjóna og kynni svo að vera að þetta væri skref í samræmdu göngulagi til frekari markaðsvæðingar innan þessa geira. Lærum af reynslunni Hér þarf að læra af reynslunni eins og kostur er. Staðreyndin er sú að stefnan sem virðist hafa verið tekin hér á landi á sér fyrirmynd annars staðar og kemur þá Svíþjóð upp í hugann. Fyrir réttum tuttugu árum kom hingað til lands í boði BSRB Göran Dahlgren fyrrum stjórnandi lýðheilsuskrifstofu sænska heilbrigðisráðuneytisins, handhafi norrænu lýðheilsuverðlaunanna og höfundur fjölmargra bóka um lýðheilsumál. Á opnum fundi sagði hann frá þróun mála í heimalandi sínu. Ég minnist áhrifaríkra varnaðarorða hans gegn markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins og benti hann á líklegar afleiðingar.Fyrirlestur Dahlgrens var gefinn út í smábæklingi sem fór víða. Nú er Dahlgren mættur til Íslands á ný og nú í boði BSRB, ASÍ og Öryrkjabandlags Íslands. Með honum í för er Lisa Pelling, sem rannsakað hefur þessi mál og látið frá sér heyra í sænskri þjóðmálaumræðu. Og hver er svo reynslan? Og nú er spurningin hver er reynsla Svía af þeirri þróun sem Dahlgren sá í gerjun undir lok síðustu aldar? Frá þessu munu hann og Lisa Pelling greina á málþingi á fimmtudag kl 14 í Eddu, húsi íslenskunnar, en málstofan er auglýst á vefsíðum heildarsamtaka launafólks og Öryrkjabandalags Íslands.Í bæklingi eftir Dahlgren og Pelling sem þessi samtök hafa gefið út og kallast Jafnrétti í heilbrigðiskerfinu segir meðal annars í samantekt: Dreifir sér eins og veira „Undanfarna þrjá áratugi hefur sænska velferðarkerfið tekið miklum breytingum til hins verra fyrir aldraða, öryrkja, mikið veika sjúklinga og þá sem minna mega sín.Þessi þróun hófst í byrjun tíunda áratugar 20. aldar þegar hagnaðardrifnum fyrirtækjum var opnuð leið að sænsku velferðarþjónustunni – heilbrigðisþjónustu, skólum og umönnun – sem fram til þessa hafði verið rekin með skattfé úr almannasjóðum. Áhrifa markaðshyggju gætti í sífellt ríkara mæli í skipulagi og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og leiddi þar eitt af öðru. Og þegar svo var komið að rekstrareiningum heilbrigðisþjónustunnar var gert að keppa sín á milli var þess skammt að bíða að einkafyrirtæki kæmu til sögunnar og þar með fjárfestar og einkasjúkratryggingar.Samhliða þessari þróun nálgaðist heilbrigðisþjónusta sem rekin er á vegum hins opinbera sífellt meira markaðinn og hina svokölluðu „new public management“ hugmyndafræði. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ætlast til þess að heilsugæslustöðvar og sérfræðiþjónusta lækna, á vegum hins opinbera, fjármagni starfsemi sína samkvæmt reiknilíkani sem byggist á því að þjónustan standist samkeppnisverð. Arðsemissjónarmið hafa þannig sífellt sótt á innan almannaþjónustunnar og arðsemiskrafan – að allt þurfi að borga sig – hefur dreift sér eins og veira um allt heilbrigðiskerfið sem samfélagið rekur.“ Stöldrum við og ræðum málið Getur verið að Íslendingar séu að stefna í þessa sömu átt? Ef svo er hlýtur það að teljast vera lágmarkskrafa að efnt verði til umræðu um þessar breytingar áður en lengra er haldið. Þetta málþing er greinilega tilraun til að örva slíka umræðu og eiga ÖBÍ, BSRB og ASÍ lof skilið fyrir framtakið. Ögmundur Jónasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson ASÍ Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Góð vinkona mín brást ævinlega ókvæða við þegar sagt var í hennar áheyrn að þjóðfélagið væri að breytast. Nei, sagði hún þá ákveðið, þjóðfélagið er ekki að breytast, það er verið að breyta því, það eru alltaf gerendur. Hvort tveggja er náttúrlega rétt, annars vegar að þjóðfélagið tekur breytingum og svo er hitt að það eru alltaf einhverjir sem standa á bak við þessar breytingar. Og þegar um er að ræða grundvallarbreytingar sem snerta þjóðfélagið allt - okkur öll – þá er mikilvægt að við látum okkur þessar breytingar varða áður en það er um seinan, greinum hagsmuni og rýnum í hvað búi að baki. Hægt og hljótt og án umræðu Hér horfi ég sérstaklega til markaðsvæðingar heilbrigðisþjónustunnar sem gerist hægt og hljóðlega og í mörgum skrefum og yfirleitt án slíkrar umræðu.Það var til dæmis ekki mikil umræða sem fram fór í þjóðfélaginu – hvorki utan þings né innan - þegar sú stefnubreyting var gerð á síðasta ári að ríkið skyldi draga sig út úr eignarhaldi á húsnæði öldrunarstofnana. Þarna hefði þurft að spyrja hvaða hagsmunum þetta kæmi til með að þjóna og kynni svo að vera að þetta væri skref í samræmdu göngulagi til frekari markaðsvæðingar innan þessa geira. Lærum af reynslunni Hér þarf að læra af reynslunni eins og kostur er. Staðreyndin er sú að stefnan sem virðist hafa verið tekin hér á landi á sér fyrirmynd annars staðar og kemur þá Svíþjóð upp í hugann. Fyrir réttum tuttugu árum kom hingað til lands í boði BSRB Göran Dahlgren fyrrum stjórnandi lýðheilsuskrifstofu sænska heilbrigðisráðuneytisins, handhafi norrænu lýðheilsuverðlaunanna og höfundur fjölmargra bóka um lýðheilsumál. Á opnum fundi sagði hann frá þróun mála í heimalandi sínu. Ég minnist áhrifaríkra varnaðarorða hans gegn markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins og benti hann á líklegar afleiðingar.Fyrirlestur Dahlgrens var gefinn út í smábæklingi sem fór víða. Nú er Dahlgren mættur til Íslands á ný og nú í boði BSRB, ASÍ og Öryrkjabandlags Íslands. Með honum í för er Lisa Pelling, sem rannsakað hefur þessi mál og látið frá sér heyra í sænskri þjóðmálaumræðu. Og hver er svo reynslan? Og nú er spurningin hver er reynsla Svía af þeirri þróun sem Dahlgren sá í gerjun undir lok síðustu aldar? Frá þessu munu hann og Lisa Pelling greina á málþingi á fimmtudag kl 14 í Eddu, húsi íslenskunnar, en málstofan er auglýst á vefsíðum heildarsamtaka launafólks og Öryrkjabandalags Íslands.Í bæklingi eftir Dahlgren og Pelling sem þessi samtök hafa gefið út og kallast Jafnrétti í heilbrigðiskerfinu segir meðal annars í samantekt: Dreifir sér eins og veira „Undanfarna þrjá áratugi hefur sænska velferðarkerfið tekið miklum breytingum til hins verra fyrir aldraða, öryrkja, mikið veika sjúklinga og þá sem minna mega sín.Þessi þróun hófst í byrjun tíunda áratugar 20. aldar þegar hagnaðardrifnum fyrirtækjum var opnuð leið að sænsku velferðarþjónustunni – heilbrigðisþjónustu, skólum og umönnun – sem fram til þessa hafði verið rekin með skattfé úr almannasjóðum. Áhrifa markaðshyggju gætti í sífellt ríkara mæli í skipulagi og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og leiddi þar eitt af öðru. Og þegar svo var komið að rekstrareiningum heilbrigðisþjónustunnar var gert að keppa sín á milli var þess skammt að bíða að einkafyrirtæki kæmu til sögunnar og þar með fjárfestar og einkasjúkratryggingar.Samhliða þessari þróun nálgaðist heilbrigðisþjónusta sem rekin er á vegum hins opinbera sífellt meira markaðinn og hina svokölluðu „new public management“ hugmyndafræði. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ætlast til þess að heilsugæslustöðvar og sérfræðiþjónusta lækna, á vegum hins opinbera, fjármagni starfsemi sína samkvæmt reiknilíkani sem byggist á því að þjónustan standist samkeppnisverð. Arðsemissjónarmið hafa þannig sífellt sótt á innan almannaþjónustunnar og arðsemiskrafan – að allt þurfi að borga sig – hefur dreift sér eins og veira um allt heilbrigðiskerfið sem samfélagið rekur.“ Stöldrum við og ræðum málið Getur verið að Íslendingar séu að stefna í þessa sömu átt? Ef svo er hlýtur það að teljast vera lágmarkskrafa að efnt verði til umræðu um þessar breytingar áður en lengra er haldið. Þetta málþing er greinilega tilraun til að örva slíka umræðu og eiga ÖBÍ, BSRB og ASÍ lof skilið fyrir framtakið. Ögmundur Jónasson
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun