
Ögmundur Jónasson

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum.

Ég stend með kennurum
Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki
Foreldra- og foravarnarsamtök gegn áfengisneyslu sem varað hafa við því að leggja niður ÁTVR og færa söluna á áfengi inn í almennar matvöruverslanir hafa sent frá sér athyglisverða fréttatilkynningu.

Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur?
Lengi hafa verið deildar meiningar um skattlagningu lífeyris. Ekki hvort eigi að skattleggja lífeyri heldur hvenær, við greiðslur í sjóðinn eða þegar greitt er úr honum.

Lofsvert framtak ÖBÍ, BSRB og ASÍ
Góð vinkona mín brást ævinlega ókvæða við þegar sagt var í hennar áheyrn að þjóðfélagið væri að breytast. Nei, sagði hún þá ákveðið, þjóðfélagið er ekki að breytast, það er verið að breyta því, það eru alltaf gerendur.

Aðgerðir heilbrigðisstétta og aðgerðaleysi lífeyrissjóða
Lögum samkvæmt er smásala áfengis á vegum ÁTVR. Ekki annarra. Netverslun með áfengi er hins vegar sögð lögleg ef um raunverulega netverslun er að ræða og þá frá öðru ríki.

Ef Landsvirkjun verður ekki seld vitum við hvers vegna
Ekki er það beinlínis traustvekjandi þegar stjórnmálamenn flykkjast fram og sverja og sárt við leggja hve fráleit sú tilgáta sé að Landsvirkjun verði seld. Gjarnan er látið fylgja með að það hafi aldrei komið til tals.

Hulda eða Stoltenberg?
Í umræðuþætti sex frambjóðenda í forsetakosningunum á Stöð 2 kom til umræðu hvort Ísland gæti tekið afstöðu sem hlutlaust ríki verandi í NATÓ. Þetta var rætt í kjölfar þess að vopnasendingar og kaup íslenska ríkisins á hergögnum til Úkraínu höfðu komið til tals í þættinum.

Guantanamó til umræðu
Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

Lokum spilakössunum!
Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum.

Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Alþingis að færa kvótann heim – almennings að krefjast þess
Kvótakerfið er ekki eins gamalt og margir ætla. Kerfið í núverandi mynd bjó Alþingi til fyrir aðeins þrjátíu árum. Margir bundu vonir við þetta kerfi, aðrir vöruðu við.

Í tilefni af degi eineltis
Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti.

Fréttablaðið fellur á prófinu
Umræðu um þriðja orkupakkann er lokið á Alþingi sem kunnugt er og hann samþykktur með atkvæðum yfirgnæfandi meirihluta þingsins.

Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar
Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis.

Innflutningsverslunin ræðir aðalatriði og aukaatriði
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif.

Bíðum ekki í hundrað ár!
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi.

Til umhugunar á eineltisdegi
Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en tildrög þessa er samstarf sem við áttum fyrir tæpum áratug, á árinu 2009, þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti.

„Já, en amma?…?“
En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ.

Almannaréttur og harmur hægri manna
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar grein undir fyrirsögninni, Harmleikur almenninganna.

Spurningu beint til Samtaka atvinnulífsins
Ögmundur Jónasson svarar lögfræðingnum Davíð Þorlákssyni.

Tekst sjúkraliðafélagi Íslands það sem mér hefur ekki tekist?
Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi.

Heppni Olofs Palme
Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfirskriftina, Upplýsingastríð

Útlendinganefnd leysi lýðræðisvandann?
Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu.

Upp með veskin!
Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið.

Yfir hverju er þetta fólk andvaka?
Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu.

Vakningarorð á eineltisdegi!
Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einleti.

Þarf ölmusukort til að skoða Ísland?
Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða "landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli

Hugmynd frá almenningi!
Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins.

Dapurlegur vesaldómur ríkisstjórnarinnar
Nýlega festi erlendur auðmaður kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum, mestöllum hluta jarðarinnar í einkaeign. Sami aðili fer nú eins og ryksuga um Norð-Austurland, kaupandi hverja jörðina á fætur annarri, að eigin sögn til að verja og vernda jarðirnar fyrir ágangi.