Af hverju er ég að þyngjast? Ég hef engu breytt! Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2024 07:31 Breytingaskeiðið og tíminn í kringum tíðahvörf eru ákveðin tímamót í lífi kvenna. Á þessum tíma fer starfsemi eggjastokkana dvínandi og mikil breyting verður á framleiðslu kvenhormónana Estrogens, Prógesterons og Testósterones í líkamanum. Um er að ræða náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum yfirleitt á aldrinum 40-55 ára. Meðalaldur kvenna að fara í tíðahvörf er 51 árs. Tíðahvörf (menopause) er dagurinn þegar 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu blæðingum og breytingaskeiðið (perimenopause) er 5-10 ára tímabil fram að því. Upplifun kvenna af þessu tímabili er afar misjöfn. Ákveðinn hluti kvenna finna lítið sem ekkert fyrir þessum breytingum á meðan aðrar upplifa mikla vanlíðan og vanmátt. Einkennin eru misjöfn eins og þau eru mörg en eitt af einkennunum sem veldur gjarnan hugarangri og streitu er þyngdaraukning, en 60-70% kvenna geta búist við því að þyngjast á breytingarskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Þrátt fyrir að sveiflur í þyngd séu almennt hluti af lífinu hjá mörgum þá virðist það vera að sumar konur upplifa sig í frjálsu falli, sama hvað þær gera þegar það kemur að þyngdaraukningu á þessu tímabili. Konur lýsa því gjarnan að það sem virkaði áður virkar ekki lengur. Í raun er breytingaskeiðið ákveðið streituástand fyrir líkamann, það verða breytingar og ójafnvægi sem líkaminn þarf að aðlagast. Þetta ástand getur haft áhrif á fitusöfnun með ýmsum hætti. Almennar ástæður fyrir þyngdaraukningu á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf: Kvenhórmónaframleiðsla dvínar Aldurstengdar breytingar (vöðva- og beinrýrnun) Almennt minni hreyfing án þess að við áttum okkur á því Erfðir Utanaðkomandi þættir eins og sjúkdómar og lyf hafa líka áhrif. Hormónaflöktið og breytingin á kvenhormónabúskapnum hefur áhrif á efnaskiptakerfin okkar með þeim hætti að orkunotkun minnkar, fitusöfnun eykst og matarlyst breytist. Kvenhormónið Estrogen gegnir stóru hlutverki í því að koma jafnvægi á efnaskiptin ásamt því að hafa áhrif á líkamssamsetningu kvenlíkamans. Þegar hormónið Estrogen dvínar Eykst fitusöfnun, sérstaklega í kringum mittið. Verður rýrnun á vöðvamassa og vöðvastyrkur minnkar Hægist á efnaskiptum Verður blóðsykursstjórnun óstöðugri Getur kólesteról hækkað (blóðfitur) Aukast líkur á bólgum Vöðva- og beinmassinn dvínar með aldrinum bæði hjá konum og körlum. Vöðvamassinn gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að halda uppi góðri grunnbrennslu. Þegar vöðvamassinn dvínar eykst fituforðinn á móti, og við brennum á sama tíma færri hitaeiningum í hvíld. Hormónin Estrogen og Testósterone spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að viðhalda vöðvamassa og vöðvastyrk. Hvernig breytist líkamssamsetning kvenna á þessu tímabili: Almenn aukning á fituforða: sérstaklega á svæðinu í kringum kvið og efri búk. Breyting á því hvernig fituforðinn dreifist:Mittisummál eykst út af aukinni kviðfitu. Það er oft talað um þetta sem innri kviðfitu (visceral fat) sem er fita sem umlykur líffærin. Innri kviðfita ýtir undir líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki týpu 2 og efnaskiptavillu/metabolic syndrome. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti, en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðprýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur Rýrnun á fitufríum vef:Með aldrinum verður rýrnun á vöðvum, beinum og líffæravef. Breyting á samsetningu fituvefjar: Það verður röskun á starfsemi fitufrumna sem leiðir af sér aukna bólguvirkni í fituvefjum. Þessar breytingar auka líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum og efnaskiptavillu/metabolic syndrome Þyngdarstjórnun á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf er margslungið viðfangsefni sem krefst þess að stuðst sé við heildræna, einstaklingsmiðaða nálgun þar sem horft er á þætti eins og næringu, hreyfingu, svefn, andlega líðan og hormónauppbótarmeðferð þegar við á. Truflandi einkenni breytingaskeiðsins eins og til dæmis svefnvandi, orkuleysi, kvíði, depurð, áhugaleysi og vöðva- og liðverkir geta haft mikil áhrif á hvort konur nái að sinna heilbrigðum lífsstíl eins og hreyfingu og heilsusamlegri næringu. Hormónauppbótarmeðferð getur hálpað konum mikið með truflandi einkenni breytingaskeiðsins. Þegar konur upplifa betri líðan eru þær betur í stakk búnar að sinna heildræna púslinu sínu og þá aukast líkurnar á því að þær nái að halda þyngdaraukningunni í skefjum og minnka þá í leiðinni líkur á langvinnum sjúkdómum. Það að konur upplifi þyngdaraukningu eða breytingu á því hvernig fituforðinn safnast fyrir á líkamanum getur ekki einungis haft áhrif á líkamlega heilsu heldur geta áhrifin verið mikil á líkamsímynd og sjálfstraust sem síðan hefur neikvæð áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Um er að ræða nýjan raunveruleika í líkama kvenna á þessum tíma í lífinu sem gerir það að verkum að það sem virkaði áður virkar ekki lengur. Þess vegna er mikilvægt að stalda við og gera breytingar. Það eru til leiðir sem virka. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá Gynamedica, heilsumarkþjálfi, nemandi í Lifestyle Medicine og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Breytingaskeiðið og tíminn í kringum tíðahvörf eru ákveðin tímamót í lífi kvenna. Á þessum tíma fer starfsemi eggjastokkana dvínandi og mikil breyting verður á framleiðslu kvenhormónana Estrogens, Prógesterons og Testósterones í líkamanum. Um er að ræða náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum yfirleitt á aldrinum 40-55 ára. Meðalaldur kvenna að fara í tíðahvörf er 51 árs. Tíðahvörf (menopause) er dagurinn þegar 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu blæðingum og breytingaskeiðið (perimenopause) er 5-10 ára tímabil fram að því. Upplifun kvenna af þessu tímabili er afar misjöfn. Ákveðinn hluti kvenna finna lítið sem ekkert fyrir þessum breytingum á meðan aðrar upplifa mikla vanlíðan og vanmátt. Einkennin eru misjöfn eins og þau eru mörg en eitt af einkennunum sem veldur gjarnan hugarangri og streitu er þyngdaraukning, en 60-70% kvenna geta búist við því að þyngjast á breytingarskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Þrátt fyrir að sveiflur í þyngd séu almennt hluti af lífinu hjá mörgum þá virðist það vera að sumar konur upplifa sig í frjálsu falli, sama hvað þær gera þegar það kemur að þyngdaraukningu á þessu tímabili. Konur lýsa því gjarnan að það sem virkaði áður virkar ekki lengur. Í raun er breytingaskeiðið ákveðið streituástand fyrir líkamann, það verða breytingar og ójafnvægi sem líkaminn þarf að aðlagast. Þetta ástand getur haft áhrif á fitusöfnun með ýmsum hætti. Almennar ástæður fyrir þyngdaraukningu á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf: Kvenhórmónaframleiðsla dvínar Aldurstengdar breytingar (vöðva- og beinrýrnun) Almennt minni hreyfing án þess að við áttum okkur á því Erfðir Utanaðkomandi þættir eins og sjúkdómar og lyf hafa líka áhrif. Hormónaflöktið og breytingin á kvenhormónabúskapnum hefur áhrif á efnaskiptakerfin okkar með þeim hætti að orkunotkun minnkar, fitusöfnun eykst og matarlyst breytist. Kvenhormónið Estrogen gegnir stóru hlutverki í því að koma jafnvægi á efnaskiptin ásamt því að hafa áhrif á líkamssamsetningu kvenlíkamans. Þegar hormónið Estrogen dvínar Eykst fitusöfnun, sérstaklega í kringum mittið. Verður rýrnun á vöðvamassa og vöðvastyrkur minnkar Hægist á efnaskiptum Verður blóðsykursstjórnun óstöðugri Getur kólesteról hækkað (blóðfitur) Aukast líkur á bólgum Vöðva- og beinmassinn dvínar með aldrinum bæði hjá konum og körlum. Vöðvamassinn gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að halda uppi góðri grunnbrennslu. Þegar vöðvamassinn dvínar eykst fituforðinn á móti, og við brennum á sama tíma færri hitaeiningum í hvíld. Hormónin Estrogen og Testósterone spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að viðhalda vöðvamassa og vöðvastyrk. Hvernig breytist líkamssamsetning kvenna á þessu tímabili: Almenn aukning á fituforða: sérstaklega á svæðinu í kringum kvið og efri búk. Breyting á því hvernig fituforðinn dreifist:Mittisummál eykst út af aukinni kviðfitu. Það er oft talað um þetta sem innri kviðfitu (visceral fat) sem er fita sem umlykur líffærin. Innri kviðfita ýtir undir líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki týpu 2 og efnaskiptavillu/metabolic syndrome. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti, en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðprýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur Rýrnun á fitufríum vef:Með aldrinum verður rýrnun á vöðvum, beinum og líffæravef. Breyting á samsetningu fituvefjar: Það verður röskun á starfsemi fitufrumna sem leiðir af sér aukna bólguvirkni í fituvefjum. Þessar breytingar auka líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum og efnaskiptavillu/metabolic syndrome Þyngdarstjórnun á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf er margslungið viðfangsefni sem krefst þess að stuðst sé við heildræna, einstaklingsmiðaða nálgun þar sem horft er á þætti eins og næringu, hreyfingu, svefn, andlega líðan og hormónauppbótarmeðferð þegar við á. Truflandi einkenni breytingaskeiðsins eins og til dæmis svefnvandi, orkuleysi, kvíði, depurð, áhugaleysi og vöðva- og liðverkir geta haft mikil áhrif á hvort konur nái að sinna heilbrigðum lífsstíl eins og hreyfingu og heilsusamlegri næringu. Hormónauppbótarmeðferð getur hálpað konum mikið með truflandi einkenni breytingaskeiðsins. Þegar konur upplifa betri líðan eru þær betur í stakk búnar að sinna heildræna púslinu sínu og þá aukast líkurnar á því að þær nái að halda þyngdaraukningunni í skefjum og minnka þá í leiðinni líkur á langvinnum sjúkdómum. Það að konur upplifi þyngdaraukningu eða breytingu á því hvernig fituforðinn safnast fyrir á líkamanum getur ekki einungis haft áhrif á líkamlega heilsu heldur geta áhrifin verið mikil á líkamsímynd og sjálfstraust sem síðan hefur neikvæð áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Um er að ræða nýjan raunveruleika í líkama kvenna á þessum tíma í lífinu sem gerir það að verkum að það sem virkaði áður virkar ekki lengur. Þess vegna er mikilvægt að stalda við og gera breytingar. Það eru til leiðir sem virka. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá Gynamedica, heilsumarkþjálfi, nemandi í Lifestyle Medicine og meistaranemi í heilbrigðisvísindum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun