Kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna Þorsteinn Sæberg skrifar 3. september 2024 11:03 Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar