Ég er eins og ég er Sólveig Sigurðardóttir skrifar 20. ágúst 2024 16:01 Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun