Hvað verður um Kára? Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júlí 2024 14:01 Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun