Hvað verður um Kára? Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júlí 2024 14:01 Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun