Atvinnulífið og fíkniefnasalan Ólafur Kjartansson skrifar 15. júní 2024 07:01 12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar