Atvinnulífið og fíkniefnasalan Ólafur Kjartansson skrifar 15. júní 2024 07:01 12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
12. júní birtist á Vísi grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda skrifar. Þar ávítar greinarhöfundur tvo ráðherra í ríkistjórn, annan vegna hvalveiðanna og hinn ráðherrann vegna beiðnar hans til lögreglu varðandi þá netverslun með áfengi sem ber mest á nú um stundir. Ólafur Stephensen hefur áður birt skrif um áfengissöluna þar sem hann er að mínu mati að berjast fyrir aukinni dreifingu og sölu á áfenginu. Lára G. Sigurðardóttir birtir sama dag grein á Vísi með fyrirsögnina “Núll prósent skynsemi” og fjallar þar um áfengisdreifinguna og áhrif neyslunnar á þjóðfélagið sem heild. Að mínu mati bendir hún á viðurkennd sannindi og vísa til hennar um þann hluta af málinu. Einnig vil ég benda á skýrt orðaða grein sem Ari Jónsson birti sama dag um nokkra lagalega þætti málsins. Ég skil skilgreiningu landslæknisembættisins á áfengi á þann veg að áfengi sé neysluvara með eiginleika ávanabindandi fíkni- og vímuefnis sem í skásta falli sé skaðlítið einstaklingum á fullorðinsaldri en umtalsverður hópur fari mjög illa útúr samskiptum við Bakkus. Þau sem selja áfengi eru samkvæmt þessu að selja vímu og fíkniefni. Áfengið er samfélaginu ofboðslega dýrt í töpuðum fjármunum, tekjumissi og kostnaði sem setur áfengið langefst á neikvæða vímu-og fíkniefnalistann þegar mældur er skaðinn sem það veldur um nánast allt þjóðfélagið. Vegna þessa finnst mér mjög sérstakt að Ólafur Stephensen skuli sem framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda draga taum fíkni-og vímuefnasalanna gegn öðrum og að mínu mati, mun mikilvægari hagsmunum atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga. Hann setur ekki fyrir sig aukin útgjöld, skerta vinnugetu starfsfólks, auknar veikindafjarvistir og skaða og óhappa vegna skertrar dómgreindar. Ef ég væri í sporum hins almenna atvinnurekanda í starfsemi sem ekki sér sér hagnað í þeirri vímuefnasölu sem mér sýnist Ólafur Stephensen vera að mæla með myndi ég viðra efasemdir um hæfi hans í starfi. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar