Álag í íslenskum grunnskólum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:01 Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryndís Haraldsdóttir Grunnskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun