Velferð fólks framar markaðsvæddri netsölu áfengis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 24. maí 2024 10:00 Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. Þessi fyrirtæki fara þannig fram hjá bæði áfengislögum og lýðheilsustefnu stjórnvalda, sem hvoru tveggja leggjast gegn frjálsri smásölu á áfengi. Áfengisauglýsingar hafa einnig tekið að birtast börnum og ungmennum á samfélagsmiðlum, sem er reiðarslag fyrir baráttuna gegn áfengis- og vímuefnanotkun þessa viðkvæma hóps. Hættunni er hreinlega ekið heim að dyrum. Lýðheilsa varðar okkur öll Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Samkvæmt landlækni var kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu a.m.k. 100 milljarðar króna. Það er því líka eftir miklu að slægjast efnahagslega fyrir samfélagið að draga úr óhóflegri áfengisneyslu. Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið. Einkafyrirtæki eru ekki hafin yfir lýðheilsu Áfengisstefna okkar Íslendinga hefur verið skýr og byggir á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Henni er ætlað að verja félagslega velferð. Stefnan kemur m.a. fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak. Rekstur ÁTVR er hluti þeirrar stefnu og gengur út á að stýra og takmarka aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum. Einnig að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis. Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum. Það er því líka skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum því áfengi er engin venjuleg söluvara. Nú þegar er nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. ÁTVR dugar. Þannig á ekki að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Ef það er gert stóreykst aðgengið og markaðsöflin fá lausan tauminn til að koma sem mestu áfengi út til neytenda. Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Aukið aðgengi að áfengi er skaðlegt samfélagi okkar. Fyrir því eru margvísleg lýðheilsurök. Þetta vitum við. Þetta er ekki mikið flóknara en það. Formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verslun Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. Þessi fyrirtæki fara þannig fram hjá bæði áfengislögum og lýðheilsustefnu stjórnvalda, sem hvoru tveggja leggjast gegn frjálsri smásölu á áfengi. Áfengisauglýsingar hafa einnig tekið að birtast börnum og ungmennum á samfélagsmiðlum, sem er reiðarslag fyrir baráttuna gegn áfengis- og vímuefnanotkun þessa viðkvæma hóps. Hættunni er hreinlega ekið heim að dyrum. Lýðheilsa varðar okkur öll Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Samkvæmt landlækni var kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu a.m.k. 100 milljarðar króna. Það er því líka eftir miklu að slægjast efnahagslega fyrir samfélagið að draga úr óhóflegri áfengisneyslu. Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið. Einkafyrirtæki eru ekki hafin yfir lýðheilsu Áfengisstefna okkar Íslendinga hefur verið skýr og byggir á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Henni er ætlað að verja félagslega velferð. Stefnan kemur m.a. fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak. Rekstur ÁTVR er hluti þeirrar stefnu og gengur út á að stýra og takmarka aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum. Einnig að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis. Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum. Það er því líka skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum því áfengi er engin venjuleg söluvara. Nú þegar er nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. ÁTVR dugar. Þannig á ekki að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Ef það er gert stóreykst aðgengið og markaðsöflin fá lausan tauminn til að koma sem mestu áfengi út til neytenda. Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Aukið aðgengi að áfengi er skaðlegt samfélagi okkar. Fyrir því eru margvísleg lýðheilsurök. Þetta vitum við. Þetta er ekki mikið flóknara en það. Formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun