Velferð fólks framar markaðsvæddri netsölu áfengis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 24. maí 2024 10:00 Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. Þessi fyrirtæki fara þannig fram hjá bæði áfengislögum og lýðheilsustefnu stjórnvalda, sem hvoru tveggja leggjast gegn frjálsri smásölu á áfengi. Áfengisauglýsingar hafa einnig tekið að birtast börnum og ungmennum á samfélagsmiðlum, sem er reiðarslag fyrir baráttuna gegn áfengis- og vímuefnanotkun þessa viðkvæma hóps. Hættunni er hreinlega ekið heim að dyrum. Lýðheilsa varðar okkur öll Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Samkvæmt landlækni var kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu a.m.k. 100 milljarðar króna. Það er því líka eftir miklu að slægjast efnahagslega fyrir samfélagið að draga úr óhóflegri áfengisneyslu. Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið. Einkafyrirtæki eru ekki hafin yfir lýðheilsu Áfengisstefna okkar Íslendinga hefur verið skýr og byggir á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Henni er ætlað að verja félagslega velferð. Stefnan kemur m.a. fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak. Rekstur ÁTVR er hluti þeirrar stefnu og gengur út á að stýra og takmarka aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum. Einnig að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis. Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum. Það er því líka skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum því áfengi er engin venjuleg söluvara. Nú þegar er nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. ÁTVR dugar. Þannig á ekki að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Ef það er gert stóreykst aðgengið og markaðsöflin fá lausan tauminn til að koma sem mestu áfengi út til neytenda. Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Aukið aðgengi að áfengi er skaðlegt samfélagi okkar. Fyrir því eru margvísleg lýðheilsurök. Þetta vitum við. Þetta er ekki mikið flóknara en það. Formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verslun Mest lesið Halldór 01.03.2025 Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. Þessi fyrirtæki fara þannig fram hjá bæði áfengislögum og lýðheilsustefnu stjórnvalda, sem hvoru tveggja leggjast gegn frjálsri smásölu á áfengi. Áfengisauglýsingar hafa einnig tekið að birtast börnum og ungmennum á samfélagsmiðlum, sem er reiðarslag fyrir baráttuna gegn áfengis- og vímuefnanotkun þessa viðkvæma hóps. Hættunni er hreinlega ekið heim að dyrum. Lýðheilsa varðar okkur öll Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Samkvæmt landlækni var kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu a.m.k. 100 milljarðar króna. Það er því líka eftir miklu að slægjast efnahagslega fyrir samfélagið að draga úr óhóflegri áfengisneyslu. Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið. Einkafyrirtæki eru ekki hafin yfir lýðheilsu Áfengisstefna okkar Íslendinga hefur verið skýr og byggir á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Henni er ætlað að verja félagslega velferð. Stefnan kemur m.a. fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak. Rekstur ÁTVR er hluti þeirrar stefnu og gengur út á að stýra og takmarka aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum. Einnig að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis. Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum. Það er því líka skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum því áfengi er engin venjuleg söluvara. Nú þegar er nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. ÁTVR dugar. Þannig á ekki að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Ef það er gert stóreykst aðgengið og markaðsöflin fá lausan tauminn til að koma sem mestu áfengi út til neytenda. Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Aukið aðgengi að áfengi er skaðlegt samfélagi okkar. Fyrir því eru margvísleg lýðheilsurök. Þetta vitum við. Þetta er ekki mikið flóknara en það. Formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun