Að rækta garðinn sinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 8. maí 2024 08:31 Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Sjá meira
Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun