Mýtan um launin Elsa Nore skrifar 1. maí 2024 09:31 Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar