Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 17. apríl 2024 08:31 Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun