Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Sigmar Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 11:30 Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Eitt helsta atriði skýrslunnar er að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. „Heilbrigðisráðuneytið þarf að taka skýra forystu í málaflokknum.“ Að þetta sé staðan er beinlínis grátlegt. Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði, til dæmis á Landspítala. Það létust um 30 vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk. Tugir til viðbótar létust úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Varlega áætlað er tala látinna yfir 100 á ári. Það þurfa þúsundir einstaklinga að leita á náðir heilbrigðiskerfisins á hverju ári með banvænan sjúkdóm, en samt ríkir algert forystuleysi í málaflokknum. „Engin viðmælenda Ríkisendurskoðunar gat bent á hvar forysta í málaflokknum lægi.“ Þetta segir okkur að þótt heilbrigðisyfirvöld gangist við því að fíknivandi sé sjúkdómur, þá skortir yfirgengilega mikið upp á að vandanum sé sinnt með mannsæmandi hætti. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að sinna vegna alvarlega veiks fólks sem á skýlausan rétt á heilbrigðisþjónustu en fær hana ekki. Það hefur verið vitað í fjölmörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru allt of fá. Það skortir endurhæfingu. Það skortir bráðaþjónustu. Það er skortur á fjármagni. Skortur á skaðaminnkun. Alvarlegastur er samt áratuga skortur á ráðamönnum sem raunverulega skynja og skilja hvað vandinn er hrikalega stór og víðtækur. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en greinast með krabbamein árlega. Það er fleira sem kemur fram í úttektinni. „Heilbrigðisráðuneyti hefur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda hefur ekki verið kortlögð með heildstæðum hætti.“ Þetta er sorglegt að lesa því ópíóðavandinn hefur verið staðreynd í íslensku samfélagi í áratugi og neyslan er að aukast mikið. Samt hafa yfirvöld ekki drattast til að kortleggja hversu mikla þjónustu þurfi að veita eða hverskonar þjónustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Málaflokkurinn danglar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar og félagasamtök dragi vagninn. Svona hefur þetta verið í áratugi. Augljósasta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niðurgreiðir lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá árinu 2014 á meðan vandinn vex og vex. Þetta er meðferð við hættulegustu neyslunni. Í fyrra fengu hins vegar 358 einstaklingar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að íslenska ríkið borgar þessa lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu fyrir einn af hverjum fjórum sem meðferðina þiggja. 268 sjúklingar fá þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu eingöngu vegna þess að fjöldi fólks nennir að selja álfinn í Kringlunni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið tryggi hana. Stjórnarskrárbundin réttur til heilbrigðisþjónustu á ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum. Myndum við sætta okkur við að sjúklingur kæmist ekki í hjartaaðgerð eða að krabbameinssjúkur fengi ekki lyf vegna þess að einhver álfasala í Glæsibæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eigum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það kostar um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu fyrir alla og ég hef lagt fram þingmál sem á að tryggja að það verði gert. Vonandi verður það samþykkt. Það kemur líka fram í úttektinni að hópur fólks fær ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til eru og einnig að það sárvanti bráðaþjónustu fyrir fíknisjúka. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem lengi hefur verið talað um en lítið þokast áfram. Það vantar líka reglugerð og klínískar leiðbeiningar um ópíóðameðferðina og allt þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem Ríkisendurskoðun nefnir. Staðan er einfaldlega grafalvarleg og við þurfum að gera miklu betur. Vonandi ýtir þessi skýrsla við stjórnvöldum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Eitt helsta atriði skýrslunnar er að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. „Heilbrigðisráðuneytið þarf að taka skýra forystu í málaflokknum.“ Að þetta sé staðan er beinlínis grátlegt. Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði, til dæmis á Landspítala. Það létust um 30 vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk. Tugir til viðbótar létust úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Varlega áætlað er tala látinna yfir 100 á ári. Það þurfa þúsundir einstaklinga að leita á náðir heilbrigðiskerfisins á hverju ári með banvænan sjúkdóm, en samt ríkir algert forystuleysi í málaflokknum. „Engin viðmælenda Ríkisendurskoðunar gat bent á hvar forysta í málaflokknum lægi.“ Þetta segir okkur að þótt heilbrigðisyfirvöld gangist við því að fíknivandi sé sjúkdómur, þá skortir yfirgengilega mikið upp á að vandanum sé sinnt með mannsæmandi hætti. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að sinna vegna alvarlega veiks fólks sem á skýlausan rétt á heilbrigðisþjónustu en fær hana ekki. Það hefur verið vitað í fjölmörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru allt of fá. Það skortir endurhæfingu. Það skortir bráðaþjónustu. Það er skortur á fjármagni. Skortur á skaðaminnkun. Alvarlegastur er samt áratuga skortur á ráðamönnum sem raunverulega skynja og skilja hvað vandinn er hrikalega stór og víðtækur. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en greinast með krabbamein árlega. Það er fleira sem kemur fram í úttektinni. „Heilbrigðisráðuneyti hefur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda hefur ekki verið kortlögð með heildstæðum hætti.“ Þetta er sorglegt að lesa því ópíóðavandinn hefur verið staðreynd í íslensku samfélagi í áratugi og neyslan er að aukast mikið. Samt hafa yfirvöld ekki drattast til að kortleggja hversu mikla þjónustu þurfi að veita eða hverskonar þjónustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Málaflokkurinn danglar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar og félagasamtök dragi vagninn. Svona hefur þetta verið í áratugi. Augljósasta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niðurgreiðir lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá árinu 2014 á meðan vandinn vex og vex. Þetta er meðferð við hættulegustu neyslunni. Í fyrra fengu hins vegar 358 einstaklingar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að íslenska ríkið borgar þessa lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu fyrir einn af hverjum fjórum sem meðferðina þiggja. 268 sjúklingar fá þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu eingöngu vegna þess að fjöldi fólks nennir að selja álfinn í Kringlunni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið tryggi hana. Stjórnarskrárbundin réttur til heilbrigðisþjónustu á ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum. Myndum við sætta okkur við að sjúklingur kæmist ekki í hjartaaðgerð eða að krabbameinssjúkur fengi ekki lyf vegna þess að einhver álfasala í Glæsibæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eigum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það kostar um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu fyrir alla og ég hef lagt fram þingmál sem á að tryggja að það verði gert. Vonandi verður það samþykkt. Það kemur líka fram í úttektinni að hópur fólks fær ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til eru og einnig að það sárvanti bráðaþjónustu fyrir fíknisjúka. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem lengi hefur verið talað um en lítið þokast áfram. Það vantar líka reglugerð og klínískar leiðbeiningar um ópíóðameðferðina og allt þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem Ríkisendurskoðun nefnir. Staðan er einfaldlega grafalvarleg og við þurfum að gera miklu betur. Vonandi ýtir þessi skýrsla við stjórnvöldum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun